Stöð 2 Sport
Klukkan 20.00 er Lögmál leiksins á dagskrá. Þar verður farið yfir stjörnuhelgina í NBA og það sem hefur drifið á daga þessa stærstu og mestu körfuboltadeildar í heimi.
Vodafone Sport
Klukkan 19.55 hefst útsending frá Elland Road þar sem Leeds tekur á móti Sunderland. Heimaliðið er í öðru sæti ensku B-deildarinnar á meðan Sunderland er í 4. sæti.
Klukkan 01.05 í nótt er leikur Svíþjóðar og Bandaríkjanna í NHL 4 Nations-mótinu í íshokkí á dagskrá.