Bankarnir byrji í brekku Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 13:30 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir. Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Sjá meira
Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir.
Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Sjá meira