„Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2025 16:25 Jóhann Páll hikar ekki við að setja veiðimönnum stólinn fyrir dyrnar, ekki komi til greina annað en að veiðarnar standi undir sér. Nú liggur fyrir að óútskýrð fækkun hreindýra hefur átt sér stað og það hyggst ráðherra rannsaka. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna. Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt. Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt.
Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira