Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 15:28 Hundruð þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna í austurhluta Austur-Kongó. AP/Moses Sawasawa Hermenn Austur-Kongó og aðrar sveitir sem styðja herinn hafa hörfað frá flugvelli skammt frá borginni Bukavu í austurhluta Austur-Kongó. Uppreisnarmenn M23 hafa tekið flugvöllinn og útlit er fyrir að þeir stefni á árásir á Bukavo, sem yrði önnur stóra borgin á svæðinu til að falla í hendur þeirra. Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og sömuleiðis hafa umfangsmikil ódæði verið framin gegn óbreyttum borgurum og kynferðisofbeldi gegn börnum er umfangsmikið. Talsmaður M23 segir flugvöllinn hafa verið tekinn vegna þess að hann hafi ógnað öryggi óbreyttra borgara á svæðinu. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum hefur einnig sýnt herinn á undanhaldi og uppreisnarmenn á flugvellinum. 🇨🇩🚨| More pictures confirm the presence of M23 militias at Kavumu airport. pic.twitter.com/viroE0MDsx— Casus Belli (@casusbellii) February 14, 2025 Frá því uppreisnarmenn M23 sóttu fyrst til suðurs, í átt að Bukavo, hefur þeim gengið misvel og hafa fregnir borist af hörðum átökum á svæðinu. Her Austur-Kongó hefur fengið fjölmennan liðsauka frá Búrúndí. Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda barna hafa verið nauðgað af meðlimum beggja fylkinga á undanförnum vikum. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum UNICEF að bæði hermenn og uppreisnarmenn hafi brotið á fjölda barna í bæði Norður- og Suður-Kivu héruðum. Sambærilegt kynferðisofbeldi hafi ekki sést á undanförnum árum. Catherine Russell, einn af leiðtogum UNICEF, segir frá því að kona hafi sagt starfsmönnum SÞ frá því að sex dætrum hennar hafi verið nauðgað ítrekað af vopnuðum mönnum sem voru í leit að mat. Yngsta dóttirin er tólf ára gömul. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að starfsmenn heilbrigðisstofnana á svæðinu hafi frá 27. janúar til 2. febrúar tilkynnt 572 nauðgunarmál. Það hafi verið fimmföld aukning, borið saman við vikuna áður. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Uppreisnarmenn M23 njóta stuðning hers Rúanda og eru jafnvel sagðir taka við skipunum frá Kigali. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Uppreisnarmenn sem lögðu á dögunum undir sig eina stærstu borg Austur-Kongó sækja nú fram að annarri borg. Meðlimir M23, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Rúanda, eru nú á leið til suðurs frá borginni Goma í átt að Bukavu, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. 29. janúar 2025 18:24 Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. 27. janúar 2025 18:04 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og sömuleiðis hafa umfangsmikil ódæði verið framin gegn óbreyttum borgurum og kynferðisofbeldi gegn börnum er umfangsmikið. Talsmaður M23 segir flugvöllinn hafa verið tekinn vegna þess að hann hafi ógnað öryggi óbreyttra borgara á svæðinu. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum hefur einnig sýnt herinn á undanhaldi og uppreisnarmenn á flugvellinum. 🇨🇩🚨| More pictures confirm the presence of M23 militias at Kavumu airport. pic.twitter.com/viroE0MDsx— Casus Belli (@casusbellii) February 14, 2025 Frá því uppreisnarmenn M23 sóttu fyrst til suðurs, í átt að Bukavo, hefur þeim gengið misvel og hafa fregnir borist af hörðum átökum á svæðinu. Her Austur-Kongó hefur fengið fjölmennan liðsauka frá Búrúndí. Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda barna hafa verið nauðgað af meðlimum beggja fylkinga á undanförnum vikum. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum UNICEF að bæði hermenn og uppreisnarmenn hafi brotið á fjölda barna í bæði Norður- og Suður-Kivu héruðum. Sambærilegt kynferðisofbeldi hafi ekki sést á undanförnum árum. Catherine Russell, einn af leiðtogum UNICEF, segir frá því að kona hafi sagt starfsmönnum SÞ frá því að sex dætrum hennar hafi verið nauðgað ítrekað af vopnuðum mönnum sem voru í leit að mat. Yngsta dóttirin er tólf ára gömul. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að starfsmenn heilbrigðisstofnana á svæðinu hafi frá 27. janúar til 2. febrúar tilkynnt 572 nauðgunarmál. Það hafi verið fimmföld aukning, borið saman við vikuna áður. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Uppreisnarmenn M23 njóta stuðning hers Rúanda og eru jafnvel sagðir taka við skipunum frá Kigali. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Uppreisnarmenn sem lögðu á dögunum undir sig eina stærstu borg Austur-Kongó sækja nú fram að annarri borg. Meðlimir M23, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Rúanda, eru nú á leið til suðurs frá borginni Goma í átt að Bukavu, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. 29. janúar 2025 18:24 Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. 27. janúar 2025 18:04 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Uppreisnarmenn sem lögðu á dögunum undir sig eina stærstu borg Austur-Kongó sækja nú fram að annarri borg. Meðlimir M23, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Rúanda, eru nú á leið til suðurs frá borginni Goma í átt að Bukavu, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. 29. janúar 2025 18:24
Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. 27. janúar 2025 18:04