Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. febrúar 2025 16:03 Í eina tíð var helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var í heiðri höfð og framkvæmd, leiðarljós, sem forustumenn flokksins lögðu sig fram um að fylgja. Framámmenn flokksins og þingmenn höfðu hinn margvísilegasta bakgrunn; komu úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Flokkurinn hafði 35-40% fylgi. Var þjóðarflokkur. Þegar ég flutti til Þýzkalands 1989, vann Sjálfstæðisflokkurinn með svipaðri stefnumörkun og Kristilegi demókrataflokkurinn þar. Þetta voru nánast eins og systraflokkar. Þegar ég kom til baka, 27 árum síðar, sýndist mér Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð eða mikið vera kominn inn á svið AfD, Alternative für Deutschland, sem er þýzkur hægri þjóðernis- og öfgaflokkur. Meðal aðdáenda/vina AfD eru menn eins og Elon Musk og Trump. 1929 höfðu Lýðræðisflokkurinn og Íhaldsflokkurinn sameinast og myndað Sjálfstæðisflokkinn. Þar varð til fjölbreytileg, frjó, marglit og krafmikil blanda. Þegar ég kom heim 2016, virtist Íhaldsflokkurinn einn vera eftir. Þjóðernis- og íhaldsarmurinn hafði tekið öll völd og hrakið frjálslynt og víðsýnt fólk úr flokknum. Fylgið var nánast hrunið. Í stað þess að elta AfD-sinna, eða reyna að halda þeim innan Kristilegra demókrata, færði Angela Merkel flokkinn meira inn á miðjuna, í átt frá íhaldi og þjóðernishyggju, í átt að aukinni fjáls- og alþjóðahyggju, umburðarlyndi og mannúð gagnvart mönnum og málleysingjum, virðingu við umhverfið og jörðina, fylgdi fólkinu og þörfum þess, fór til vinstri, inn á svið aukinnar umhverfisbaráttu - baráttu fyrir jörðinni - og beitti sér m.a. fyrir því, að kjarnorkuverum yrði lokað, sem hafði verið dæmigert baráttumál vinstri manna. Þannig sýndi Merkel í verki, að Kristilegir demókratar væru lifandi afl, sem brást við og breytti sér skv. þróun mála og vilja og þörfum manna. Enda héldu Kristilegir demókratar þjóðarfylgi í Þýzkalandi, 30-40%. Bezta dæmið um einangrunar- og afdalahyggju Sjálfstæðismanna er, að flokkurinn er á móti nánara samstarfi Evrópuþjóða, fullri aðild að ESB og upptöku Evrunnar. Forðast að ræða það. Í þessu sambandi má spyrja, hvað orðið hafi um skilning, þroska og stjórnmálalega sýn forystu Sjálfstæðisflokksins, frjálsræði og víðsýni hennar, sem þó er skipuð ungu og, að sjá, álitlegu og hæfileikaríku fólki? Skilur það ekki, að álfan okkar, Evrópa, mun ekki geta staðið af sér áskoranir og ógnir langrar framtíðar, nema sameinuð, elfd og samstillt? Árið 2100 verða Evrópubúar ekki nema um 4% af jarðarbúum. Skilur það ekki, að velferð, menning og öryggi barnanna okkar og barna þeirra er í húfi? Skilur það ekki, að við erum nú þegar komin 80% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku í Schengen, og erum búin að undirgangast að taka upp og hlíta reglugerðum og lögum ESB á fjölmörgum sviðum, í öllum málum hins sameiginlega evrópska markaðar, án þess þó að hafa nokkra aðkomu að gerð og setningu þeirra? Skilur það ekki, að með því, að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengjum við okkar eiginn kommissar (ráðherra) hjá ESB, eins og allar aðrar aðildarþjóðir - hver hefur aðeins einn - 6 þingmenn á Evrópuþingið og fullt neitunarvald gagnvart nýjum lögum og öllum meiriháttar ákvörðunum sambandsins, og, gætum þannig tekið þátt í allri evrópskri stefnumótun og lagasetningu? Þetta fólk skilur greinilega ekki þá merkingu „sjálfstæðis“, sem Bjarni Benediktsson, eldri, skilgreindi svo vel í áramótaræðu fyrir meira en hálfri öld: „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra, heldur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins, sem í því býr“. Sjálfstæði nútímans byggist á skilningi á því, að fyrsta stig þess er efnahagslegt sjálfstæði, sem um leið er forsenda fyrir frekari stigum sjálfstæðis, en það næst aðeins með mikilli samvinnu, nánum samskiptum og viðskiptum við önnur ríki, einkum systra- og bræðaþjóðir, Evrópuríkin, en ekki á grundvelli einangrunarhugmynda og afdalahyggju. Það er líka raunalegt, hörmungarsaga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa skilið, hvílíkt ólánstól íslenzka krónan er. Fyrir hundrað árum höfðu íslenzka krónan og sú danska sama verðgildi; ein íslenzk króna hafði sama verðgildi og ein dönsk. Í dag er verðgildi íslenzku krónunnar komið niður í brot úr einum dönskum eyri, en sú danska heldur sér uppi á Evrunni, með beintenginu við hana. Þessi hrikalega þróun og botnlaust hrap íslenzku krónunnar hefur svo leitt til þess, að hér hafa vextir verið margfalt hærri en í öðrum evrópskum löndum, sem m.a. hefur þýtt, að íbúðarkaupendur hér hafa þurft að greiða íbúðir sínar 3,5-4 sinnum, með vöxtum, á sama tíma og nágrannar okkar á meginlandinu, með stöðuga og traustan galdmiðil, Evruna, hafa ekki þurft að greiða sína íbúð nema 1,5 sinnum. Enn eitt svið, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega sofið á verðinum, er dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Vernd jarðarinnar. Skilja forustumenn flokksins ekki, að við eigum bara eina jörð!? Það er með ólíkindum, að það unga fólk, sem leiðir flokkinn, skuli vera blint fyrir því, að vernd jarðar – lofts, láðs og lagar – er langstærsta mál okkar tíma. Það er vart von til þess, að það fólk, sem hefur keyrt Sjálfstæðisflokkinn út í skurð, get reist hann við. Þar þurfa nýir, frjóir og óspilltir kraftar að koma til. Ný hugsun og sýn, ásamt með víðtækri og margbreytilegri reynslu úr atvinnulífi og félagasstarfi, frjálslynd, sveigjanleg og umburðarlynd nálgun er það eina, sem gæti tryggt farsæla endurreisn Sjálfstæðisflokksins. Hér lít ég helzt til Guðrúnar Hasteinsdóttur. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í eina tíð var helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var í heiðri höfð og framkvæmd, leiðarljós, sem forustumenn flokksins lögðu sig fram um að fylgja. Framámmenn flokksins og þingmenn höfðu hinn margvísilegasta bakgrunn; komu úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Flokkurinn hafði 35-40% fylgi. Var þjóðarflokkur. Þegar ég flutti til Þýzkalands 1989, vann Sjálfstæðisflokkurinn með svipaðri stefnumörkun og Kristilegi demókrataflokkurinn þar. Þetta voru nánast eins og systraflokkar. Þegar ég kom til baka, 27 árum síðar, sýndist mér Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð eða mikið vera kominn inn á svið AfD, Alternative für Deutschland, sem er þýzkur hægri þjóðernis- og öfgaflokkur. Meðal aðdáenda/vina AfD eru menn eins og Elon Musk og Trump. 1929 höfðu Lýðræðisflokkurinn og Íhaldsflokkurinn sameinast og myndað Sjálfstæðisflokkinn. Þar varð til fjölbreytileg, frjó, marglit og krafmikil blanda. Þegar ég kom heim 2016, virtist Íhaldsflokkurinn einn vera eftir. Þjóðernis- og íhaldsarmurinn hafði tekið öll völd og hrakið frjálslynt og víðsýnt fólk úr flokknum. Fylgið var nánast hrunið. Í stað þess að elta AfD-sinna, eða reyna að halda þeim innan Kristilegra demókrata, færði Angela Merkel flokkinn meira inn á miðjuna, í átt frá íhaldi og þjóðernishyggju, í átt að aukinni fjáls- og alþjóðahyggju, umburðarlyndi og mannúð gagnvart mönnum og málleysingjum, virðingu við umhverfið og jörðina, fylgdi fólkinu og þörfum þess, fór til vinstri, inn á svið aukinnar umhverfisbaráttu - baráttu fyrir jörðinni - og beitti sér m.a. fyrir því, að kjarnorkuverum yrði lokað, sem hafði verið dæmigert baráttumál vinstri manna. Þannig sýndi Merkel í verki, að Kristilegir demókratar væru lifandi afl, sem brást við og breytti sér skv. þróun mála og vilja og þörfum manna. Enda héldu Kristilegir demókratar þjóðarfylgi í Þýzkalandi, 30-40%. Bezta dæmið um einangrunar- og afdalahyggju Sjálfstæðismanna er, að flokkurinn er á móti nánara samstarfi Evrópuþjóða, fullri aðild að ESB og upptöku Evrunnar. Forðast að ræða það. Í þessu sambandi má spyrja, hvað orðið hafi um skilning, þroska og stjórnmálalega sýn forystu Sjálfstæðisflokksins, frjálsræði og víðsýni hennar, sem þó er skipuð ungu og, að sjá, álitlegu og hæfileikaríku fólki? Skilur það ekki, að álfan okkar, Evrópa, mun ekki geta staðið af sér áskoranir og ógnir langrar framtíðar, nema sameinuð, elfd og samstillt? Árið 2100 verða Evrópubúar ekki nema um 4% af jarðarbúum. Skilur það ekki, að velferð, menning og öryggi barnanna okkar og barna þeirra er í húfi? Skilur það ekki, að við erum nú þegar komin 80% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku í Schengen, og erum búin að undirgangast að taka upp og hlíta reglugerðum og lögum ESB á fjölmörgum sviðum, í öllum málum hins sameiginlega evrópska markaðar, án þess þó að hafa nokkra aðkomu að gerð og setningu þeirra? Skilur það ekki, að með því, að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengjum við okkar eiginn kommissar (ráðherra) hjá ESB, eins og allar aðrar aðildarþjóðir - hver hefur aðeins einn - 6 þingmenn á Evrópuþingið og fullt neitunarvald gagnvart nýjum lögum og öllum meiriháttar ákvörðunum sambandsins, og, gætum þannig tekið þátt í allri evrópskri stefnumótun og lagasetningu? Þetta fólk skilur greinilega ekki þá merkingu „sjálfstæðis“, sem Bjarni Benediktsson, eldri, skilgreindi svo vel í áramótaræðu fyrir meira en hálfri öld: „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra, heldur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins, sem í því býr“. Sjálfstæði nútímans byggist á skilningi á því, að fyrsta stig þess er efnahagslegt sjálfstæði, sem um leið er forsenda fyrir frekari stigum sjálfstæðis, en það næst aðeins með mikilli samvinnu, nánum samskiptum og viðskiptum við önnur ríki, einkum systra- og bræðaþjóðir, Evrópuríkin, en ekki á grundvelli einangrunarhugmynda og afdalahyggju. Það er líka raunalegt, hörmungarsaga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa skilið, hvílíkt ólánstól íslenzka krónan er. Fyrir hundrað árum höfðu íslenzka krónan og sú danska sama verðgildi; ein íslenzk króna hafði sama verðgildi og ein dönsk. Í dag er verðgildi íslenzku krónunnar komið niður í brot úr einum dönskum eyri, en sú danska heldur sér uppi á Evrunni, með beintenginu við hana. Þessi hrikalega þróun og botnlaust hrap íslenzku krónunnar hefur svo leitt til þess, að hér hafa vextir verið margfalt hærri en í öðrum evrópskum löndum, sem m.a. hefur þýtt, að íbúðarkaupendur hér hafa þurft að greiða íbúðir sínar 3,5-4 sinnum, með vöxtum, á sama tíma og nágrannar okkar á meginlandinu, með stöðuga og traustan galdmiðil, Evruna, hafa ekki þurft að greiða sína íbúð nema 1,5 sinnum. Enn eitt svið, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega sofið á verðinum, er dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Vernd jarðarinnar. Skilja forustumenn flokksins ekki, að við eigum bara eina jörð!? Það er með ólíkindum, að það unga fólk, sem leiðir flokkinn, skuli vera blint fyrir því, að vernd jarðar – lofts, láðs og lagar – er langstærsta mál okkar tíma. Það er vart von til þess, að það fólk, sem hefur keyrt Sjálfstæðisflokkinn út í skurð, get reist hann við. Þar þurfa nýir, frjóir og óspilltir kraftar að koma til. Ný hugsun og sýn, ásamt með víðtækri og margbreytilegri reynslu úr atvinnulífi og félagasstarfi, frjálslynd, sveigjanleg og umburðarlynd nálgun er það eina, sem gæti tryggt farsæla endurreisn Sjálfstæðisflokksins. Hér lít ég helzt til Guðrúnar Hasteinsdóttur. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun