One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar 14. febrúar 2025 11:31 Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub) Setja í námsskrá í lögregluskólanum Það er mín skoðun að það ætti að vera sett í námskrá lögreglunema að enginn útskrifist sem lögreglumaður nema hafa verið með svona pjakka í tilsjón í að minnsta kosti 3 mánuði. Það gæti komið í veg fyrir að margir myndu taka one way ticket á Litla-Hrauni í framtíðinni. Byrjum alla vegana á því að hugsa út fyrir boxið. Köfum niður að skrúfunni á olíuskipinu og lögum hana þannig að það er hægt stefna í rétta átt þegar kemur að brotum barna og ungmenna. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum sem snúa að því að koma með nýja nálgun í málefnum ungmenna sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og mér sýnist það vera svo að það sé full ástæða til að endurskoða það hér í ljósi þess hvað hefur átt sér stað í Neðra-Breiðholti. Það hefur heyrst að þetta sé viðkvæmt mál og sér í lagi þar sem það er sagt að útlendingar eigi í hlut og fólk sem kemur úr öðrum menningarheimum. Það á ekki að skipta máli, bæði með almenna hagsmuni í huga og svo eru þetta börn og það breytir engu hvaða trúarbrögð eiga í hlut eða úr hvaða menningarheimum þau koma frá. Menning og þjóðerni á ekki að skipta máli Án þess að vera að draga ályktun um gerendur eða þjóðerni þeirra barna sem eiga hlut að máli í þessu máli í Breiðholtsskóla þá verður ekki horft fram hjá því að þetta eru börn og lögum samkvæmt eigum við að veita þeim þjónustu og aðstoða foreldra þeirra. Ef við gerum það ekki mun það koma í bakið á okkur seinna hundraðfallt eins og Svíar eru að díla við í dag. Þetta sem við erum að glíma við í dag er það sem aðrar Norðurlandaþjóðir voru að takast á við fyrir nokkrum áratugum og það mistókst að mörgu leyti og sér í lagi Svíþjóð en það er þar með ekki sagt að það þurfi að mistakast hér á landi, við höfum vítin að varast. Komum í veg fyrir að lenda í því sama og Svíar Þegar ég fór til Kaupmannahafnar árið 1995 til að kynna mér samstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda sá ég nákvæmlega svona vinnu sem ég tel að muni gagnast okkur í dag. Þá voru það lögreglumenn sem voru að sinna og kenna einmitt gaurum af erlendum uppruna að fóta sig í samfélaginu. Staðreyndin er þessi og þannig hefur það verið í árþúsundir að líkur sækir líkan heim og ef við gerum ekki eitthvað róttækt í því að þjónusta þessa nýju landa okkar verður þetta fólk afgangsstærð í samfélaginu og við munum horfa upp á sænskan veruleika þar sem klíkumyndanir og glæpir munu stigmagnast með hverju árinu sem líður. Megum heldur ekki sprengja kerfin Við verðum að horfast í augu við það að þetta fólk sem er hingað komið þarf þjónustu en hins vegar verðum við líka að hafa mörk og landamæravörslu til að sprengja ekki kerfin okkar. Ég hef verið með hópastarf fyrir drengi sem voru á óæskilegri braut sem skilaði frábærum árangri og ég treysti mér alveg til að vera til ráðgjafar með þennan hóp í Breiðholti með yfir 30 ára reynslu með þessa drengi. Kannski hef ég ekki nógu fínt próf til þess að mati einhverra en ég bý að því að vera með reynslu báðum megin við borðið, ég átti bókina sem minn óvinn sem barn (gat ekki lesið mér til gagns) og svo hef ég unnið með olnbogabörnum samfélagsins í áratugi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub) Setja í námsskrá í lögregluskólanum Það er mín skoðun að það ætti að vera sett í námskrá lögreglunema að enginn útskrifist sem lögreglumaður nema hafa verið með svona pjakka í tilsjón í að minnsta kosti 3 mánuði. Það gæti komið í veg fyrir að margir myndu taka one way ticket á Litla-Hrauni í framtíðinni. Byrjum alla vegana á því að hugsa út fyrir boxið. Köfum niður að skrúfunni á olíuskipinu og lögum hana þannig að það er hægt stefna í rétta átt þegar kemur að brotum barna og ungmenna. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum sem snúa að því að koma með nýja nálgun í málefnum ungmenna sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og mér sýnist það vera svo að það sé full ástæða til að endurskoða það hér í ljósi þess hvað hefur átt sér stað í Neðra-Breiðholti. Það hefur heyrst að þetta sé viðkvæmt mál og sér í lagi þar sem það er sagt að útlendingar eigi í hlut og fólk sem kemur úr öðrum menningarheimum. Það á ekki að skipta máli, bæði með almenna hagsmuni í huga og svo eru þetta börn og það breytir engu hvaða trúarbrögð eiga í hlut eða úr hvaða menningarheimum þau koma frá. Menning og þjóðerni á ekki að skipta máli Án þess að vera að draga ályktun um gerendur eða þjóðerni þeirra barna sem eiga hlut að máli í þessu máli í Breiðholtsskóla þá verður ekki horft fram hjá því að þetta eru börn og lögum samkvæmt eigum við að veita þeim þjónustu og aðstoða foreldra þeirra. Ef við gerum það ekki mun það koma í bakið á okkur seinna hundraðfallt eins og Svíar eru að díla við í dag. Þetta sem við erum að glíma við í dag er það sem aðrar Norðurlandaþjóðir voru að takast á við fyrir nokkrum áratugum og það mistókst að mörgu leyti og sér í lagi Svíþjóð en það er þar með ekki sagt að það þurfi að mistakast hér á landi, við höfum vítin að varast. Komum í veg fyrir að lenda í því sama og Svíar Þegar ég fór til Kaupmannahafnar árið 1995 til að kynna mér samstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda sá ég nákvæmlega svona vinnu sem ég tel að muni gagnast okkur í dag. Þá voru það lögreglumenn sem voru að sinna og kenna einmitt gaurum af erlendum uppruna að fóta sig í samfélaginu. Staðreyndin er þessi og þannig hefur það verið í árþúsundir að líkur sækir líkan heim og ef við gerum ekki eitthvað róttækt í því að þjónusta þessa nýju landa okkar verður þetta fólk afgangsstærð í samfélaginu og við munum horfa upp á sænskan veruleika þar sem klíkumyndanir og glæpir munu stigmagnast með hverju árinu sem líður. Megum heldur ekki sprengja kerfin Við verðum að horfast í augu við það að þetta fólk sem er hingað komið þarf þjónustu en hins vegar verðum við líka að hafa mörk og landamæravörslu til að sprengja ekki kerfin okkar. Ég hef verið með hópastarf fyrir drengi sem voru á óæskilegri braut sem skilaði frábærum árangri og ég treysti mér alveg til að vera til ráðgjafar með þennan hóp í Breiðholti með yfir 30 ára reynslu með þessa drengi. Kannski hef ég ekki nógu fínt próf til þess að mati einhverra en ég bý að því að vera með reynslu báðum megin við borðið, ég átti bókina sem minn óvinn sem barn (gat ekki lesið mér til gagns) og svo hef ég unnið með olnbogabörnum samfélagsins í áratugi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun