Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 14:08 „Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar