Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 14:08 „Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar