Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 10:31 Rod Stewart ræddi við Peter Schmeichel fyrir leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Rod var í stuði, vægt til orða tekið. Vísir/Getty Breski söngvarinn Rod Stewart sló heldur betur í gegn í beinum útsendingum TNT Sport og CBS frá leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Þar viðurkenndi Stewart að hann væri búinn að fá sér nokkra. Rod Stewart, nú áttatíu ára gamall, hefur átt ófáa smellina í gegnum tíðina. Hann er mikill stuðningsmaður skoska fótboltaliðsins Celtic og var mættur til þess að styðja sína menn á Celtic Park í fyrri leik liðsins gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen í umspili fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nokkuð óvænt var hann tekinn í viðtal bæði hjá TNT Sports og CBS á hliðarlínunni á Celtic Park. Hjá CBS ræddi hann við markvarðargoðsögnina Peter Schmeichel sem og við Thierry Henry, Kate Scott, Jamie Carragher og Micah Richards í stúdíói en þáttur þeirra hefur slegið í gegn á tímabilinu. File this Rod Stewart interview under ICONIC 😂💚 pic.twitter.com/xsAgN6TutT— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 12, 2025 Rod, lék á als oddi. Þegar að vallarþulurinn byrjaði að gjamma í kallkerfi Celtic Park sagði hann honum að þegja. Þá viðurkenndi Rod í upphafi viðtalsins við Schmeichel að hann væri búinn að fá sér nokkra. Fjórmenningar CBS voru á meðan í hláturskasti hinum megin á línunni og áður en langt var um liðið sagði Stewart: „Ég held þið ættuð að taka mig úr loftinu. Eg er bara að verða mér til skammar.“ Úrslit leiksins fóru ekki eins og Rod Stewart hefði viljað. Bayern bar 2-1 sigur úr býtum og er því með eins marks forystu í einvíginu fyrir seinni leik þess eftir tæpa viku. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um hvort liðið fer áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Rod Stewart, nú áttatíu ára gamall, hefur átt ófáa smellina í gegnum tíðina. Hann er mikill stuðningsmaður skoska fótboltaliðsins Celtic og var mættur til þess að styðja sína menn á Celtic Park í fyrri leik liðsins gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen í umspili fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nokkuð óvænt var hann tekinn í viðtal bæði hjá TNT Sports og CBS á hliðarlínunni á Celtic Park. Hjá CBS ræddi hann við markvarðargoðsögnina Peter Schmeichel sem og við Thierry Henry, Kate Scott, Jamie Carragher og Micah Richards í stúdíói en þáttur þeirra hefur slegið í gegn á tímabilinu. File this Rod Stewart interview under ICONIC 😂💚 pic.twitter.com/xsAgN6TutT— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 12, 2025 Rod, lék á als oddi. Þegar að vallarþulurinn byrjaði að gjamma í kallkerfi Celtic Park sagði hann honum að þegja. Þá viðurkenndi Rod í upphafi viðtalsins við Schmeichel að hann væri búinn að fá sér nokkra. Fjórmenningar CBS voru á meðan í hláturskasti hinum megin á línunni og áður en langt var um liðið sagði Stewart: „Ég held þið ættuð að taka mig úr loftinu. Eg er bara að verða mér til skammar.“ Úrslit leiksins fóru ekki eins og Rod Stewart hefði viljað. Bayern bar 2-1 sigur úr býtum og er því með eins marks forystu í einvíginu fyrir seinni leik þess eftir tæpa viku. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um hvort liðið fer áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira