Um er að ræða þjóðveg 60 á veginum um Bröttubrekku, í gegnum Dalina og yfir Svínadal og áfram út Hvolsdal. Hættustig gildir einnig um þjóðveg 56 yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi og á vegi 54 undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara.
Þá eru vegfarendur einnig beðnir að aka með gát um Öxnadalsheiði en þar hefur orðið vart við vetrarblæðingar. Bent er á að frekari upplýsingar um færð á vegum má finna á umferdin.is.
Vegfarendur sem hafa átt leið um þessa vegi hafa ekki farið varhluta af ástandinu. Fréttastofu barst meðfylgjandi mynd frá ökumanni sem átti leið um veg 54 sem sýnir glögglega hvernig malbik hefur klístrast utan á dekkin. Fleiri myndir sem bárust frá Vegagerðinni má sjá að neðan.
Fréttin hefur verið uppfærð.


