Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:01 Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar