Sýningarnar sem opnuðu heita Meðal guða og manna: Íslenskir listamenn í Varanasi, Bær og Skírdreymi.
„Sendiherra Indlands R. Ravindra hélt opnunarræðu ásamt safnstjóra safnsins Kristínu Scheving. Sýningarstjórarnir Pari Stave og Daría Sól Andrews héldu einnig stuttar ræður í tilefni dagsins. Indverska sendiráðið bauð upp á veitingar sem og Matkráin sem styrkir allar sýningar safnsins með snittum,“ segir í fréttatilkynningu.
Sýningarnar þrjár standa yfir þangað til í ágúst þannig að það verður nægur tími til að koma og upplifa og margt er að sjá. Alls sýna 24 listamenn verk sín í safninu um þessar mundir og þar á meðal eru tólf indverskir listamenn.
Það er ókeypis aðgangur í safnið og er það opið alla daga nema mánudaga fram á sumar. Út sumarið verður opið alla daga vikunnar. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýningununa. Að neðan má sjá vel valdar myndir frá opnunarteitinu:
















