Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2025 08:36 Altman og Musk greinir á um það hvert OpenAI ber að stefna. Getty Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. Musk er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forstjórann Sam Altman og stjórn OpenAI fyrir að hverfa frá þeirri hugsjón að OpenAI eigi að vera óhagnaðardrifið átak. Musk, sem lagði til fjármuni við stofnun OpenAI, höfðaði mál á hendur félaginu vegna ákvörðunarinnar. Altman brást við fregnunum í gær á X og sagði nei takk en bauðst til að kaupa X/Twitter af Musk fyrir 9,74 milljarða dala. no thank you but we will buy twitter for $9.74 billion if you want— Sam Altman (@sama) February 10, 2025 Musk svaraði um hæl: „Svindlari“. Meðal fjárfestanna í hóp Musk eru Joe Lonsdale, einn stofnenda Palantír, og Ari Emanuel, framkvæmdastjóri Endeavor. Musk sagði í yfirlýsingu að hans eigið gervigreindarfyrirtæki, xAI, starfaði nú eftir þeim gildum sem OpenAI var byggt á. Hins vegar væri einnig tími til kominn að OpenAI fetaði aftur sömu braut og yrði öruggt afl til góðs á ný. Altman og stjórn OpenAI hafa unnið að því að endurskipuleggja fyrirtækið og auka fjárfestingu í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hið óhagnaðardrifna módel ekki duga til í hörðu samkeppnisumhverfi. Bæði Musk og Altman hafa komið sér í mjúkinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta; Musk sem hægri hönd forsetans í niðurskurðaraðgerðum og Altman sem einn af forsvarsmönnum Stargate, áætlum um 500 milljarða dala fjárfestingu í gervigreind. Bandaríkin Gervigreind Elon Musk Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Musk er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forstjórann Sam Altman og stjórn OpenAI fyrir að hverfa frá þeirri hugsjón að OpenAI eigi að vera óhagnaðardrifið átak. Musk, sem lagði til fjármuni við stofnun OpenAI, höfðaði mál á hendur félaginu vegna ákvörðunarinnar. Altman brást við fregnunum í gær á X og sagði nei takk en bauðst til að kaupa X/Twitter af Musk fyrir 9,74 milljarða dala. no thank you but we will buy twitter for $9.74 billion if you want— Sam Altman (@sama) February 10, 2025 Musk svaraði um hæl: „Svindlari“. Meðal fjárfestanna í hóp Musk eru Joe Lonsdale, einn stofnenda Palantír, og Ari Emanuel, framkvæmdastjóri Endeavor. Musk sagði í yfirlýsingu að hans eigið gervigreindarfyrirtæki, xAI, starfaði nú eftir þeim gildum sem OpenAI var byggt á. Hins vegar væri einnig tími til kominn að OpenAI fetaði aftur sömu braut og yrði öruggt afl til góðs á ný. Altman og stjórn OpenAI hafa unnið að því að endurskipuleggja fyrirtækið og auka fjárfestingu í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hið óhagnaðardrifna módel ekki duga til í hörðu samkeppnisumhverfi. Bæði Musk og Altman hafa komið sér í mjúkinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta; Musk sem hægri hönd forsetans í niðurskurðaraðgerðum og Altman sem einn af forsvarsmönnum Stargate, áætlum um 500 milljarða dala fjárfestingu í gervigreind.
Bandaríkin Gervigreind Elon Musk Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira