Musk er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forstjórann Sam Altman og stjórn OpenAI fyrir að hverfa frá þeirri hugsjón að OpenAI eigi að vera óhagnaðardrifið átak. Musk, sem lagði til fjármuni við stofnun OpenAI, höfðaði mál á hendur félaginu vegna ákvörðunarinnar.
Altman brást við fregnunum í gær á X og sagði nei takk en bauðst til að kaupa X/Twitter af Musk fyrir 9,74 milljarða dala.
no thank you but we will buy twitter for $9.74 billion if you want
— Sam Altman (@sama) February 10, 2025
Musk svaraði um hæl: „Svindlari“.
Meðal fjárfestanna í hóp Musk eru Joe Lonsdale, einn stofnenda Palantír, og Ari Emanuel, framkvæmdastjóri Endeavor.
Musk sagði í yfirlýsingu að hans eigið gervigreindarfyrirtæki, xAI, starfaði nú eftir þeim gildum sem OpenAI var byggt á. Hins vegar væri einnig tími til kominn að OpenAI fetaði aftur sömu braut og yrði öruggt afl til góðs á ný.
Altman og stjórn OpenAI hafa unnið að því að endurskipuleggja fyrirtækið og auka fjárfestingu í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hið óhagnaðardrifna módel ekki duga til í hörðu samkeppnisumhverfi.
Bæði Musk og Altman hafa komið sér í mjúkinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta; Musk sem hægri hönd forsetans í niðurskurðaraðgerðum og Altman sem einn af forsvarsmönnum Stargate, áætlum um 500 milljarða dala fjárfestingu í gervigreind.