„Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2025 23:54 Dóra Björt Guðjónsdóttir sést hér, ásamt Degi B. Eggertssyni og Einari Þorsteinssyni, þegar nýr meirihluti var kynntur sumarið 2022. Vísir/Ragnar Visage Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. Oddvitar allra flokkanna í borgarstjórn mættust í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í kvöld. Tilefnið var ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra og oddvita Framsóknarflokksins, um að slíta meirihlutasamstarfi við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn síðastliðinn föstudag. Einar hefur skýrt frá því að ákvörðun hans hafi byggst á þeirri staðreynd að hann teldi sig ekki geta náð fram nauðsynlegum breytingum í meirihlutanum sem nú er fallinn. Hann hefði lofað slíkum breytingum þegar hann bauð sig fram. Í Silfrinu í kvöld sagði Einar að meðal annars að hugmyndir hans um aukna uppbyggingu húsnæðis á nýju landi hefðu mætt neikvæðum viðbrögðum í meirihlutanum. „Grunnstefnan hefur bara verið þessi hjá Samfylkingu, og Píratar hafa kannski staðið svona helst vörð um það samt, að byggja meðfram Borgarlínu og ekki mikið í viðbót við það. Það hefur svona aðeins þokast á þessu kjörtímabili að byggja meira upp í Úlfarsárdal, 350 íbúðir þar. Svo höfum við þrýst á um að það verði byggðar lóðir á Kjalarnesi. Þetta eru smábútar, hér og þar. Stóru ákvarðanirnar eru um framtíðina, af því að skipulagsmálin taka langan tíma,“ sagði Einar. Aðspurður sagðist Einar ítrekað hafa rætt þessi mál og fleiri á vettvangi meirihlutans. Hann kvaðst telja skynsamlegt að byggja meðfram ætluðum leiðum Borgarlínu. Það þyrfti hins vegar einnig að gera fleira. „Það þarf að sýna á stærri spil og stækka húsnæðisstokkinn sem er undir á þessu skipulagstímabili. Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum að taka í dag, vegna þess að það tekur langan tíma að byggja,“ sagði Einar. „Þú ert að ruglast á mönnum“ Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, greip þá orðið og sagði slíkar fyrirætlanir hafa verið til umræðu og í undirbúningi. Sagðist hún vita til þess að Dagur B. Eggertsson, sem var oddviti Samfylkingarinnar þar til hann tók sæti á þingi, hefði verið búinn að undirbúa samstarfsyfirlýsingu vegna samvinnuverkefnis við verkalýðsfélögin, sem snúa eigi að því að brjóta meira land. Heiða Björg Hilmisdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/Arnar „Þú ert að ruglast á mönnum,“ sagði Einar þá. „Það var nefnilega ég sem var að undirbúa það.“ „Alls ekki, Einar,“ svaraði Heiða þá til. Heiða sagðist telja hlutverk borgarstjóra að hafa sýn, tala við fólk, leggja eitthvað á borðið, hlusta og finna leiðir. „Ég held bara að Einar sé að segja okkur að hann treystir sér ekki í það. Það er allt í lagi, því hér er fullt af fólki, og það er líka bara fullt af öðru fólki sem gæti verið mjög gott í því að stýra borginni þannig að það sé hlustað á fólkið, það sé verið að skoða fjölbreyttar leiðir og maður loki ekki á eitthvað fyrir fram og segi að einhver sé á móti því án þess að taka samtalið,“ sagði Heiða. Hafi greinilega þurft að sprengja Við þetta sagðist Einar ánægður að hafa fengið þessi sjónarmið fram, en gerði athugasemd við tímasetninguna. „Ég er bara mjög glaður að þetta sé viðhorfið núna. Það þurfti greinilega að sprengja meirihlutann til þess að hrista fram þessi viðhorf, og það er bara fínt. Til þess var það gert,“ sagði Einar. Dóra Björt Guðjónsdóttir var óánægð með þessi ummæli Einars. „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar. Það verður bara að segjast, með fullri virðingu, kæri vinur. Nú er það bara svo að bera það fyrir sig að þú komir hlutum ekki í verk þegar þú situr í valdamesta embætti borgarinnar, sem er borgarstjórastóllinn, það er bara stórundarleg fullyrðing að mínu mati,“ sagði Dóra. Hún sagði liggja fyrir að Píratar hafi verið sveigjanlegir í samstarfinu, og að mikilvægt væri að byggja meðfram Borgarlínunni. Meirihlutinn hafi verið lausnamiðaður og verið að fara að skoða aðalskipulag til næstu 50 ára. Segir málflutning Einars ósanngjarnan „Við höfum verið að málamiðla varðandi þetta með fyrirtækjaleikskólana. Einar fór sjálfur fram og sagði frá því að það væri í skoðun. Við áttum eftir að lenda aðeins útfærslu á því sem tryggir jafnræði, stenst lög og reglur og annað, en það er ekki þannig að það hafi verið slegið af borðinu. Það er sannarlega ekki svo. Það er mjög mikilvægt fyrir sanna leiðtoga að axla ábyrgð og standa vaktina, líka þegar á móti blæs,“ sagði Dóra. Einar Þorsteinsson sprengdi meirihlutann á föstudagskvöld, og „hoppaði af vagninum“ að mati Dóru.Vísir/RAX Hún sagði söguna sýna að ekki væri heilladrjúgt fyrir stjórnmálafólk að „hoppa af vagninum.“ Nefndi hún þar Bjarta framtíð og Bjarna Benediktsson. „Það er mikilvægt að taka samtalið. Ég upplifði ekki að samtalið um þessi ásteitingarefni hafi verið tekið aftur, ef upplifunin var slík að þetta hafi ekki verið að þokast áfram. Þetta var sannarlega að þokast áfram. Við vorum öll í þessu af heilum hug, eða allavega ég. Mér finnst ekki sanngjarnt, þegar maður er búinn að leggja sig fram um að finna lausnir, vera sveigjanleg og sáttafús, þá er ekki gaman að vera teiknuð upp eins og við séum ferköntuð, takmörkuð og komum í veg fyrir framfarir. Það er bara sannarlega ekki þannig.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Oddvitar allra flokkanna í borgarstjórn mættust í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í kvöld. Tilefnið var ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra og oddvita Framsóknarflokksins, um að slíta meirihlutasamstarfi við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn síðastliðinn föstudag. Einar hefur skýrt frá því að ákvörðun hans hafi byggst á þeirri staðreynd að hann teldi sig ekki geta náð fram nauðsynlegum breytingum í meirihlutanum sem nú er fallinn. Hann hefði lofað slíkum breytingum þegar hann bauð sig fram. Í Silfrinu í kvöld sagði Einar að meðal annars að hugmyndir hans um aukna uppbyggingu húsnæðis á nýju landi hefðu mætt neikvæðum viðbrögðum í meirihlutanum. „Grunnstefnan hefur bara verið þessi hjá Samfylkingu, og Píratar hafa kannski staðið svona helst vörð um það samt, að byggja meðfram Borgarlínu og ekki mikið í viðbót við það. Það hefur svona aðeins þokast á þessu kjörtímabili að byggja meira upp í Úlfarsárdal, 350 íbúðir þar. Svo höfum við þrýst á um að það verði byggðar lóðir á Kjalarnesi. Þetta eru smábútar, hér og þar. Stóru ákvarðanirnar eru um framtíðina, af því að skipulagsmálin taka langan tíma,“ sagði Einar. Aðspurður sagðist Einar ítrekað hafa rætt þessi mál og fleiri á vettvangi meirihlutans. Hann kvaðst telja skynsamlegt að byggja meðfram ætluðum leiðum Borgarlínu. Það þyrfti hins vegar einnig að gera fleira. „Það þarf að sýna á stærri spil og stækka húsnæðisstokkinn sem er undir á þessu skipulagstímabili. Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum að taka í dag, vegna þess að það tekur langan tíma að byggja,“ sagði Einar. „Þú ert að ruglast á mönnum“ Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, greip þá orðið og sagði slíkar fyrirætlanir hafa verið til umræðu og í undirbúningi. Sagðist hún vita til þess að Dagur B. Eggertsson, sem var oddviti Samfylkingarinnar þar til hann tók sæti á þingi, hefði verið búinn að undirbúa samstarfsyfirlýsingu vegna samvinnuverkefnis við verkalýðsfélögin, sem snúa eigi að því að brjóta meira land. Heiða Björg Hilmisdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/Arnar „Þú ert að ruglast á mönnum,“ sagði Einar þá. „Það var nefnilega ég sem var að undirbúa það.“ „Alls ekki, Einar,“ svaraði Heiða þá til. Heiða sagðist telja hlutverk borgarstjóra að hafa sýn, tala við fólk, leggja eitthvað á borðið, hlusta og finna leiðir. „Ég held bara að Einar sé að segja okkur að hann treystir sér ekki í það. Það er allt í lagi, því hér er fullt af fólki, og það er líka bara fullt af öðru fólki sem gæti verið mjög gott í því að stýra borginni þannig að það sé hlustað á fólkið, það sé verið að skoða fjölbreyttar leiðir og maður loki ekki á eitthvað fyrir fram og segi að einhver sé á móti því án þess að taka samtalið,“ sagði Heiða. Hafi greinilega þurft að sprengja Við þetta sagðist Einar ánægður að hafa fengið þessi sjónarmið fram, en gerði athugasemd við tímasetninguna. „Ég er bara mjög glaður að þetta sé viðhorfið núna. Það þurfti greinilega að sprengja meirihlutann til þess að hrista fram þessi viðhorf, og það er bara fínt. Til þess var það gert,“ sagði Einar. Dóra Björt Guðjónsdóttir var óánægð með þessi ummæli Einars. „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar. Það verður bara að segjast, með fullri virðingu, kæri vinur. Nú er það bara svo að bera það fyrir sig að þú komir hlutum ekki í verk þegar þú situr í valdamesta embætti borgarinnar, sem er borgarstjórastóllinn, það er bara stórundarleg fullyrðing að mínu mati,“ sagði Dóra. Hún sagði liggja fyrir að Píratar hafi verið sveigjanlegir í samstarfinu, og að mikilvægt væri að byggja meðfram Borgarlínunni. Meirihlutinn hafi verið lausnamiðaður og verið að fara að skoða aðalskipulag til næstu 50 ára. Segir málflutning Einars ósanngjarnan „Við höfum verið að málamiðla varðandi þetta með fyrirtækjaleikskólana. Einar fór sjálfur fram og sagði frá því að það væri í skoðun. Við áttum eftir að lenda aðeins útfærslu á því sem tryggir jafnræði, stenst lög og reglur og annað, en það er ekki þannig að það hafi verið slegið af borðinu. Það er sannarlega ekki svo. Það er mjög mikilvægt fyrir sanna leiðtoga að axla ábyrgð og standa vaktina, líka þegar á móti blæs,“ sagði Dóra. Einar Þorsteinsson sprengdi meirihlutann á föstudagskvöld, og „hoppaði af vagninum“ að mati Dóru.Vísir/RAX Hún sagði söguna sýna að ekki væri heilladrjúgt fyrir stjórnmálafólk að „hoppa af vagninum.“ Nefndi hún þar Bjarta framtíð og Bjarna Benediktsson. „Það er mikilvægt að taka samtalið. Ég upplifði ekki að samtalið um þessi ásteitingarefni hafi verið tekið aftur, ef upplifunin var slík að þetta hafi ekki verið að þokast áfram. Þetta var sannarlega að þokast áfram. Við vorum öll í þessu af heilum hug, eða allavega ég. Mér finnst ekki sanngjarnt, þegar maður er búinn að leggja sig fram um að finna lausnir, vera sveigjanleg og sáttafús, þá er ekki gaman að vera teiknuð upp eins og við séum ferköntuð, takmörkuð og komum í veg fyrir framfarir. Það er bara sannarlega ekki þannig.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira