Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 10:37 Maður selur minnjagripi um almyrkva við Níagarafossa á landamærum Kanada og Bandaríkjanna í fyrra. Björn Berg Gunnarsson (t.h.) varar við því að undirbúningur fyrir almyrkva á á Íslandi á næsta ári sé of takmarkaður. Vísir/EPA Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. Almyrkvi verður á sólu síðdegis miðvikudaginn 12. ágúst á næsta ári. Slíkir myrkvar eru aðeins sjáanlegir frá afmörkuðum hluta jarðarinnar hverju sinni og margir gera sér því sérferð þangað sem almyrkvar sjást. Dæmi eru um að almyrkvaáhugamenn hafi bókað sér hótelgistingu á Íslandi með átta ára fyrirvara vegna myrkvans á næsta ári. Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, varar við því að Íslendingar séu of værurkærir í aðdraganda myrkvans. Gistipláss á landinu séu nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar séu fáanlegir. Að minnsta kosti tíu skemmtiferðaskip séu væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið sé að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með löngum fyrirvara. Hann bendir á í grein á Vísi að þegar almyrkvi sást frá Færeyjum fyrir áratug hafi tugir erlenda fjölmiðla sótt eyjarnar heim. Efnahagsleg áhrif almyrkva sem sást í Bandaríkjunum í fyrra hafi numið meira en 800 milljörðum króna. Gistirými hafi selst upp og gistinætur rokið upp í veðri. Á helstu svæðum á slóð myrkvans hafi gistiverð tvöfaldast og alls kyns hliðarstarfsemi hafi verið komið upp með góðum fyrirvara, þar á meðal sólmyrkvahátíðum og sölu á varningi. „Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning,“ skrifar Björn í grein sinni. Ekki hægt að redda sér með gámagistingu Íslendingar þurfi að vera tilbúnir til þess að geta hagnast á viðburðinum. Ef þeim sé alvara með því að laða betur borgandi ferðamenn til landsins verði það ekki gert með því að taka við sér þegar allt sé þegar orðið fullt rétt fyrir myrkvann og ætla að redda sér með gámagistingu. „Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart,“ skrifar Björn. Almyrkvinn sé í um mínútu í Reykjavík og verður sá fyrsti sem sést frá borginni í tæp sex hundruð ár. Sá næsti verður sýnilegur frá Reykjavík árið 2245. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg samkvæmt vefsíðunni Sólmyrkva 2026. Deildarmyrkvi sem sást frá Íslandi árið 2015 vakti mikla athygli. Þá huldi tunglið tæplega 98 prósent sólarinnar á himninum fyrir ofan Reykjavík en 99,5 prósent á Austurlandi. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Geimurinn Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Almyrkvi verður á sólu síðdegis miðvikudaginn 12. ágúst á næsta ári. Slíkir myrkvar eru aðeins sjáanlegir frá afmörkuðum hluta jarðarinnar hverju sinni og margir gera sér því sérferð þangað sem almyrkvar sjást. Dæmi eru um að almyrkvaáhugamenn hafi bókað sér hótelgistingu á Íslandi með átta ára fyrirvara vegna myrkvans á næsta ári. Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, varar við því að Íslendingar séu of værurkærir í aðdraganda myrkvans. Gistipláss á landinu séu nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar séu fáanlegir. Að minnsta kosti tíu skemmtiferðaskip séu væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið sé að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með löngum fyrirvara. Hann bendir á í grein á Vísi að þegar almyrkvi sást frá Færeyjum fyrir áratug hafi tugir erlenda fjölmiðla sótt eyjarnar heim. Efnahagsleg áhrif almyrkva sem sást í Bandaríkjunum í fyrra hafi numið meira en 800 milljörðum króna. Gistirými hafi selst upp og gistinætur rokið upp í veðri. Á helstu svæðum á slóð myrkvans hafi gistiverð tvöfaldast og alls kyns hliðarstarfsemi hafi verið komið upp með góðum fyrirvara, þar á meðal sólmyrkvahátíðum og sölu á varningi. „Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning,“ skrifar Björn í grein sinni. Ekki hægt að redda sér með gámagistingu Íslendingar þurfi að vera tilbúnir til þess að geta hagnast á viðburðinum. Ef þeim sé alvara með því að laða betur borgandi ferðamenn til landsins verði það ekki gert með því að taka við sér þegar allt sé þegar orðið fullt rétt fyrir myrkvann og ætla að redda sér með gámagistingu. „Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart,“ skrifar Björn. Almyrkvinn sé í um mínútu í Reykjavík og verður sá fyrsti sem sést frá borginni í tæp sex hundruð ár. Sá næsti verður sýnilegur frá Reykjavík árið 2245. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg samkvæmt vefsíðunni Sólmyrkva 2026. Deildarmyrkvi sem sást frá Íslandi árið 2015 vakti mikla athygli. Þá huldi tunglið tæplega 98 prósent sólarinnar á himninum fyrir ofan Reykjavík en 99,5 prósent á Austurlandi.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Geimurinn Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent