Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 08:01 Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð. Ég hitti fyrir gamla félaga í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á fundinum sem bæði voru samherjar mínir á þeim vettvangi í den og í hinu liðinu. Við sjálfstæðismenn höfum í gegnum tíðina eytt alltof mikilli orku í átök innan flokksins. Þó sjálfsagt sé að takast á um málefni getur slíkt gengið of langt og orðið skaðlegt. Guðrún er ekki í neinu liði innan Sjálfstæðisflokksins ólíkt til dæmis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem einnig gefur kost á sér. Guðrún er einfaldlega sjálfstæðismaður. Meðal þeirra sem unnið hafa með Guðrúnu er hún þekkt fyrir það að virkja fólk til samvinnu, láta verkin tala og ná árangri. Guðrún kemur úr atvinnulífinu, úr heimi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem slíkt skiptir öllu og skilur á milli feigs og ófeigs. Ekki er nóg að segja réttu hlutina, það eru verkin sem gilda. Þá nálgun vantar tilfinnanlega í stjórnmálin. Ekki sízt þar sem ríkrar tilhneigingar gætir til þess að sætta sig við það að hlutirnir gerist hægt – gerist þeir á annað borð. Fáninn og fálkinn í öndvegi Hvað fund Guðrúnar að öðru leyti varðar vakti einnig athygli að bæði íslenzki fáninn og fálkinn, merki Sjálfstæðisflokksins, voru í öndvegi. Fánaborg var þannig við innganginn á Salnum og fálkinn áberandi bæði á ræðupúltinu og til hliðar við það. Var haft á orði að þetta væri annað en á framboðsfundi Áslaugar Örnu á dögunum þar sem hvorugt var sjáanlegt. Þess í stað bauð Áslaug upp á nýtt merki og svaraði ekki með afgerandi hætti aðspurð hvort það ætti að koma í stað fálkans. Fleira vakti athygli fólks. Hluti þingflokks sjálfstæðismanna mætti á fundinn en talsvert var fjallað um það í fjölmiðlum þegar fundur Áslaugar fór fram að enginn úr þingflokknum fyrir utan hana sjálfa skyldi láta sjá sig. Voru ýmsar vangaveltur uppi um það hvað skýrði þetta. Meðal annars að þingmennirnir vildu mögulega halda sig til hlés vegna stöðu sinnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að þingmenn mættu á fund Guðrúnar. Virtist málið hið vandræðalegasta fyrir framboð Áslaugar. Við sjálfstæðismenn þurfum ekki meira af því sama eftir það sem á undan er gengið. Vandséð er hvernig formaður, sem sat í fimm ár við ríkisstjórnarborðið með Vinstri grænum þar sem teknar voru þær ófáu ákvarðanir sem valdið hafa megnri óánægju í röðum okkar sjálfstæðismanna, fóru gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins og hafa í seinni tíð átt stærstan þátt í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir, getur talizt trúverðug endurnýjun. Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð. Ég hitti fyrir gamla félaga í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á fundinum sem bæði voru samherjar mínir á þeim vettvangi í den og í hinu liðinu. Við sjálfstæðismenn höfum í gegnum tíðina eytt alltof mikilli orku í átök innan flokksins. Þó sjálfsagt sé að takast á um málefni getur slíkt gengið of langt og orðið skaðlegt. Guðrún er ekki í neinu liði innan Sjálfstæðisflokksins ólíkt til dæmis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem einnig gefur kost á sér. Guðrún er einfaldlega sjálfstæðismaður. Meðal þeirra sem unnið hafa með Guðrúnu er hún þekkt fyrir það að virkja fólk til samvinnu, láta verkin tala og ná árangri. Guðrún kemur úr atvinnulífinu, úr heimi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem slíkt skiptir öllu og skilur á milli feigs og ófeigs. Ekki er nóg að segja réttu hlutina, það eru verkin sem gilda. Þá nálgun vantar tilfinnanlega í stjórnmálin. Ekki sízt þar sem ríkrar tilhneigingar gætir til þess að sætta sig við það að hlutirnir gerist hægt – gerist þeir á annað borð. Fáninn og fálkinn í öndvegi Hvað fund Guðrúnar að öðru leyti varðar vakti einnig athygli að bæði íslenzki fáninn og fálkinn, merki Sjálfstæðisflokksins, voru í öndvegi. Fánaborg var þannig við innganginn á Salnum og fálkinn áberandi bæði á ræðupúltinu og til hliðar við það. Var haft á orði að þetta væri annað en á framboðsfundi Áslaugar Örnu á dögunum þar sem hvorugt var sjáanlegt. Þess í stað bauð Áslaug upp á nýtt merki og svaraði ekki með afgerandi hætti aðspurð hvort það ætti að koma í stað fálkans. Fleira vakti athygli fólks. Hluti þingflokks sjálfstæðismanna mætti á fundinn en talsvert var fjallað um það í fjölmiðlum þegar fundur Áslaugar fór fram að enginn úr þingflokknum fyrir utan hana sjálfa skyldi láta sjá sig. Voru ýmsar vangaveltur uppi um það hvað skýrði þetta. Meðal annars að þingmennirnir vildu mögulega halda sig til hlés vegna stöðu sinnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að þingmenn mættu á fund Guðrúnar. Virtist málið hið vandræðalegasta fyrir framboð Áslaugar. Við sjálfstæðismenn þurfum ekki meira af því sama eftir það sem á undan er gengið. Vandséð er hvernig formaður, sem sat í fimm ár við ríkisstjórnarborðið með Vinstri grænum þar sem teknar voru þær ófáu ákvarðanir sem valdið hafa megnri óánægju í röðum okkar sjálfstæðismanna, fóru gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins og hafa í seinni tíð átt stærstan þátt í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir, getur talizt trúverðug endurnýjun. Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun