Sport

Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Randy Moss mætti að sjálfsögðu aftur til starfa á Ofurskálarsunnudegi og var vel tekið. 
Randy Moss mætti að sjálfsögðu aftur til starfa á Ofurskálarsunnudegi og var vel tekið. 

Randy Moss hefur verið í hléi frá sjónvarpsstörfum síðan hann gekkst undir aðgerð vegna krabbameins fyrir tveimur mánuðum en sneri aftur á skjáinn af góðu tilefni í dag og var vel tekið.

Moss sneri aftur til starfa sem sérfræðingur hjá ESPN af tilefni Ofurskálarinnar sem fer fram í kvöld.

Honum var heilsað með myndbandskveðju frá núverandi og fyrrum NFL og NBA stjörnum á borð við Tom Brady, Bill Belichick, Jerry Rice, Justin Jefferson og Kevin Garnett sem óskuðu honum velfarnaðar.

Moss var djúpt snortinn og brast í grát eftir að skilaboðin voru spiluð.

„Ég gæti ekki gert þetta einn, ég þakka ykkur öllum. Þetta hefur verið erfitt en ég finn fyrir mikilli ást og veit að fullt af fólki hefur trú á mér.“

Super Bowl er á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 og leikurinn sjálfur 23:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×