Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 16:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar. vísir/vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kannast ekki við það að meirihlutaslit hafi komið til tals í samtali oddvita meirihlutans á þriðjudag. Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað að slíta samstarfinu í umræddu fundarhléi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa. Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa.
Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent