Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 09:02 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Guðlaugur Victor var leikmaður Liverpool. Hann mætir fyrrum félagi sínu í dag. Vísir/Samsett Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira