Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. febrúar 2025 09:55 Heiða Björg segir ákvörðun Einars vonbrigði. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokks koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hefur rætt við aðra oddvita og segir alla reyna að finna leið að nýjum meirihluta. „Ekkert í samstarfinu gaf tilefni til þessa, engar kröfur eða samtöl hafa farið fram innan meirihlutans um mikilvægi þess að breyta um kúrs fram að þessu. Ákvörðun Einars er vonbrigði enda var meirihlutasamstarfið farsælt og mörg mikilvæg verkefni í fullum gangi þar sem við vinnum af heilum hug fyrir hag borgarbúa. Óvissa um stefnu og rekstur Reykjavíkurborgar er hættuspil sem og kúvendingar í mikilvægum málaflokkum þegar svo langt er liðið á kjörtímabilið,“ segir Heiða Björg í tilkynningu á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu. Einar kallaði oddvita á fund í gærkvöldi og tilkynnti að hann ætlaði að slíta samstarfi. Fram kom í fréttum í gær að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksin og Viðreisn hafi hafið meirihlutaviðræður. Ekki liggur fyrir hvar eða hvenær verður fundað í dag en formlegar viðræður eru hafnar. Heiða Björg segist ekki trúa því að meirihluti borgarfulltrúa muni blessa þessa „hönnuðu atburðarás sem nú er hafin og virðist hafa það helst að markmiði að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný.“ Ákvörðunin áfall Heiða Björg segir segir stjórnmál ganga út á traust og hún hafi ekki séð þetta fyrir. „Mér var mjög brugðið og sá ekki aðdragandann að þessu eða þann málefnalega ágreining sem ætti að leiða til slíks,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Hún segir það alltaf þannig í meirihlutasamstarfi að það séu ekki alltaf allir sammála en engin stór ágreiningsmál séu uppi. Flugvallarmálið hafi alls ekki verið eitt þeirra og auk þess sé það mál sem ræðst ekki bara í borgarstjórn. Spurð hvort henni þyki þessi ákvörðun Einars óheiðarleg segir Heiða Björg ákvörðunina hafa komið sér á óvart. „Já, ég sagði það hreint út við hann í gær. Ég hef átt gott samstarf við Einar og treysti honum fullkomlega en þegar maður er saman í meirihluta byggir það á sáttmála og trausti og það ber stóran skugga á það samstarf að hann sé kominn í viðræður við aðra flokka án þess að láta okkur vita,“ segir Heiða. Öllum í meirihlutanum hafi verið brugðið. Hann hafi tekið þessa ákvörðun og verði að standa við hana. Það sé svo verkefni borgarbúa að dæma þá ákvörðun. „Hann virðist hafa það sérstaklega í huga að vera áfram borgarstjóri og finnst hann ekki hafa komið miklu í verk. Þannig hann hlýtur að vera að horfa til þess að breyta um takt og vill ekki ræða um það við okkur. Þá er það niðurstaðan,“ segir Heiða Björg. Til í að tala við alla Hún viti ekki hversu langt hann hafi verið kominn í viðræðum við aðra. Hún segir Samfylkinguna áfram vinna að málefnum borgarbúa. Þau séu til í að tala við alla og vilji halda áfram að vinna í þágu borgarbúa. „Mér finnst þetta líka erfiður tímapunktur. Það er mikið í gangi í samfélaginu. Órói og einhver persónulegur metnaður á þessum tíma er kannski ekki borginni til framdráttar.“ Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Heiða Björg segir það hlutverk þeirra sem kjörin eru sem borgarfulltrúar að mynda meirihluta. Það séu aðrir valmöguleikar í boði en sá sem Einar hafi stillt upp. Hún segist hafa mikla trú á borgarfulltrúum og það séu allir að skoða hvernig þeir geti tryggt „farsæla og góða stjórn“ í borginni. „Það er það sem skiptir mestu máli og það sem borgarbúar eiga skilið. Það er ekki einhver glundroði og einhverjir eiginhagsmunaseggir eða að maður sé að horfa sérstaklega hvað maður fær sjálfur. Heldur að tryggja góðan rekstur, góða þjónustu og sterkan og góðan ramma utan um stjórn borgarinnar. Þar erum við alltaf.“ Einar hafi forskot en hún ræði líka við alla oddvita Heiða Björg segir að eftir fund með Einari hafi hún rætt við oddvita allra annarra flokka. Einar hafi verið í þessum viðræðum í einhverja daga og hann hafi því eitthvað forskot. Hvað varðar Viðreisn segist Heiða Björg skilja að þau reyni að taka þátt í að mynda nýjan meirihluta, það sé þeirra hlutverk. Hún hafi samt ekki endilega trú á því að þeim takist það. Það sé ekki endilega málefnalegur grundvöllur heldur sé líklegra að samstaða finnist á miðjunni. Hvort Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn nái aftur saman segist Heiða ekki útiloka neitt en Einar hafi gefið skýrt til kynna að hann langi ekki að vinna með þeim. Hann yrði að skipta um skoðun. Hann hafi einhverjar ástæður og verði að svara fyrir það sjálfur. Dagur er farinn á þing og Einar hefur slitið samstarfinu.Vísir/Einar Hún segist ekki geta sagt til um það hvort fjarvera Dags B. Eggertssonar sé ástæða meirihlutaslitanna eða hvort það hafi haft áhrif. Dagur sé nýfarinn og þau rétt svo að byrja að vinna saman. Heiða telur Einar ekki hafa nýtt meirihlutasamstarf fast í hendi. Hún viðurkennir að eftir alþingiskosningarnar í nóvember hafi verið mikill óróleiki meðal Framsóknarmanna og fylgið hafi dalað. „Það eru öll möguleg samtöl í gangi hjá öllum. Ég held það séu allir flokkar að skoða stöðuna og hvað er hægt að gera út frá málefnalegum grunni. Hvað fólk vill gera fyrir borgina, hvernig stefna flokkanna liggur, hverjir eiga mesta samleið. Við héldum að við ættum mjög góða samleið með Framsókn en þeir telja ekki svo og þá verður maður bara að skoða aðra kosti.“ segir Heiða Björg. Atburðarásin lykti af óheilindum Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar tekur í sama streng í færslu á Facebook. „Ákvörðun Einars Þorsteinssonar oddvita Framsóknar um að slíta meirihlutanum í borginni kom mjög á óvart enda hefur samstarfið verið í öllum meginatriðum gott. Vissulega hafa verið mismunandi skoðanir innan hans um flugvallarmál en þau hafa skipt fólki í andstæðar fylkingar milli flokka og innan flokka alla þessa öld svo það átti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Skúli. Skúli segir ákvörðunina lykta af óheilindum.Vísir/Vilhelm Hann segir atburðarásina lykta af óheilindum. „…og slíkt er aldrei vænlegur fylgifiskur í stjórnmálum. Við í Samfylkingunni munum áfram einbeita okkur að því sem skiptir mestu fyrir hag borgarbúa þar sem húsnæðisuppbygging, fjölbreyttar samgöngur, menntun, menning og velferð eru í forgangi,“ segir hann að lokum. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki „um einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
„Ekkert í samstarfinu gaf tilefni til þessa, engar kröfur eða samtöl hafa farið fram innan meirihlutans um mikilvægi þess að breyta um kúrs fram að þessu. Ákvörðun Einars er vonbrigði enda var meirihlutasamstarfið farsælt og mörg mikilvæg verkefni í fullum gangi þar sem við vinnum af heilum hug fyrir hag borgarbúa. Óvissa um stefnu og rekstur Reykjavíkurborgar er hættuspil sem og kúvendingar í mikilvægum málaflokkum þegar svo langt er liðið á kjörtímabilið,“ segir Heiða Björg í tilkynningu á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu. Einar kallaði oddvita á fund í gærkvöldi og tilkynnti að hann ætlaði að slíta samstarfi. Fram kom í fréttum í gær að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksin og Viðreisn hafi hafið meirihlutaviðræður. Ekki liggur fyrir hvar eða hvenær verður fundað í dag en formlegar viðræður eru hafnar. Heiða Björg segist ekki trúa því að meirihluti borgarfulltrúa muni blessa þessa „hönnuðu atburðarás sem nú er hafin og virðist hafa það helst að markmiði að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný.“ Ákvörðunin áfall Heiða Björg segir segir stjórnmál ganga út á traust og hún hafi ekki séð þetta fyrir. „Mér var mjög brugðið og sá ekki aðdragandann að þessu eða þann málefnalega ágreining sem ætti að leiða til slíks,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Hún segir það alltaf þannig í meirihlutasamstarfi að það séu ekki alltaf allir sammála en engin stór ágreiningsmál séu uppi. Flugvallarmálið hafi alls ekki verið eitt þeirra og auk þess sé það mál sem ræðst ekki bara í borgarstjórn. Spurð hvort henni þyki þessi ákvörðun Einars óheiðarleg segir Heiða Björg ákvörðunina hafa komið sér á óvart. „Já, ég sagði það hreint út við hann í gær. Ég hef átt gott samstarf við Einar og treysti honum fullkomlega en þegar maður er saman í meirihluta byggir það á sáttmála og trausti og það ber stóran skugga á það samstarf að hann sé kominn í viðræður við aðra flokka án þess að láta okkur vita,“ segir Heiða. Öllum í meirihlutanum hafi verið brugðið. Hann hafi tekið þessa ákvörðun og verði að standa við hana. Það sé svo verkefni borgarbúa að dæma þá ákvörðun. „Hann virðist hafa það sérstaklega í huga að vera áfram borgarstjóri og finnst hann ekki hafa komið miklu í verk. Þannig hann hlýtur að vera að horfa til þess að breyta um takt og vill ekki ræða um það við okkur. Þá er það niðurstaðan,“ segir Heiða Björg. Til í að tala við alla Hún viti ekki hversu langt hann hafi verið kominn í viðræðum við aðra. Hún segir Samfylkinguna áfram vinna að málefnum borgarbúa. Þau séu til í að tala við alla og vilji halda áfram að vinna í þágu borgarbúa. „Mér finnst þetta líka erfiður tímapunktur. Það er mikið í gangi í samfélaginu. Órói og einhver persónulegur metnaður á þessum tíma er kannski ekki borginni til framdráttar.“ Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Heiða Björg segir það hlutverk þeirra sem kjörin eru sem borgarfulltrúar að mynda meirihluta. Það séu aðrir valmöguleikar í boði en sá sem Einar hafi stillt upp. Hún segist hafa mikla trú á borgarfulltrúum og það séu allir að skoða hvernig þeir geti tryggt „farsæla og góða stjórn“ í borginni. „Það er það sem skiptir mestu máli og það sem borgarbúar eiga skilið. Það er ekki einhver glundroði og einhverjir eiginhagsmunaseggir eða að maður sé að horfa sérstaklega hvað maður fær sjálfur. Heldur að tryggja góðan rekstur, góða þjónustu og sterkan og góðan ramma utan um stjórn borgarinnar. Þar erum við alltaf.“ Einar hafi forskot en hún ræði líka við alla oddvita Heiða Björg segir að eftir fund með Einari hafi hún rætt við oddvita allra annarra flokka. Einar hafi verið í þessum viðræðum í einhverja daga og hann hafi því eitthvað forskot. Hvað varðar Viðreisn segist Heiða Björg skilja að þau reyni að taka þátt í að mynda nýjan meirihluta, það sé þeirra hlutverk. Hún hafi samt ekki endilega trú á því að þeim takist það. Það sé ekki endilega málefnalegur grundvöllur heldur sé líklegra að samstaða finnist á miðjunni. Hvort Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn nái aftur saman segist Heiða ekki útiloka neitt en Einar hafi gefið skýrt til kynna að hann langi ekki að vinna með þeim. Hann yrði að skipta um skoðun. Hann hafi einhverjar ástæður og verði að svara fyrir það sjálfur. Dagur er farinn á þing og Einar hefur slitið samstarfinu.Vísir/Einar Hún segist ekki geta sagt til um það hvort fjarvera Dags B. Eggertssonar sé ástæða meirihlutaslitanna eða hvort það hafi haft áhrif. Dagur sé nýfarinn og þau rétt svo að byrja að vinna saman. Heiða telur Einar ekki hafa nýtt meirihlutasamstarf fast í hendi. Hún viðurkennir að eftir alþingiskosningarnar í nóvember hafi verið mikill óróleiki meðal Framsóknarmanna og fylgið hafi dalað. „Það eru öll möguleg samtöl í gangi hjá öllum. Ég held það séu allir flokkar að skoða stöðuna og hvað er hægt að gera út frá málefnalegum grunni. Hvað fólk vill gera fyrir borgina, hvernig stefna flokkanna liggur, hverjir eiga mesta samleið. Við héldum að við ættum mjög góða samleið með Framsókn en þeir telja ekki svo og þá verður maður bara að skoða aðra kosti.“ segir Heiða Björg. Atburðarásin lykti af óheilindum Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar tekur í sama streng í færslu á Facebook. „Ákvörðun Einars Þorsteinssonar oddvita Framsóknar um að slíta meirihlutanum í borginni kom mjög á óvart enda hefur samstarfið verið í öllum meginatriðum gott. Vissulega hafa verið mismunandi skoðanir innan hans um flugvallarmál en þau hafa skipt fólki í andstæðar fylkingar milli flokka og innan flokka alla þessa öld svo það átti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Skúli. Skúli segir ákvörðunina lykta af óheilindum.Vísir/Vilhelm Hann segir atburðarásina lykta af óheilindum. „…og slíkt er aldrei vænlegur fylgifiskur í stjórnmálum. Við í Samfylkingunni munum áfram einbeita okkur að því sem skiptir mestu fyrir hag borgarbúa þar sem húsnæðisuppbygging, fjölbreyttar samgöngur, menntun, menning og velferð eru í forgangi,“ segir hann að lokum.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki „um einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
„Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki „um einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24
Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15