Innlent

„Sér­kenni­legt að nota þetta tæki­færi“

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm

„Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“

Þetta segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar um ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu.

Hann segir að flugvallarmálið hafi verið eina ágreiningsmálið í borgarstjórn.

„Auðvitað þegar það eru fjórir flokkar saman í stjórn þurfum við alltaf að tala um hlutina, en það eru engin önnur ágreiningsmál. Mér finnst sérkennilegt að nota þetta tækifæri, það er nú bara þannig,“ segir Hjálmar.

Hann kveðst alveg sannfærður um að hægt hefði verið að finna lausn á þessu.

„Svo getur maður ekki annað en hugsað til þess að það eru nákvæmlega tvær vikur síðan að Dagur hætti í borgarstjórn og þá gerist þetta bara einn, tveir og þrír,“ segir Hjálmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×