Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. febrúar 2025 21:27 Knútur Ármann með jarðarber frá Jarðarberjalandi en Knútur og Helena keyptu rekstur stöðvarinnar um áramótin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Friðheima eða þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir tóku við rekstri garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð um áramótin af Hólmfríði Geirsdóttur og Steinari Jensen en stöðin er rétt hjá Friðheimum. Jarðarber hafa alltaf verið vinsæl hjá landsmönnum enda fátt betra en að fá sér íslensk safarík og holl jarðarber enda segir Knútur að berin séu gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Nýja stöðin hjá Friðheimum er mjög tæknivædd en gróðurhúsinu er skipt upp í 12 einingar þar sem uppskeran er mjög svipuð í hverri einingu allt árið. Jarðaberjaplönturnar koma sem mjög litlar plöntur inn í gróðurhúsið en það tekur þær svo um tvo mánuði að koma með jarðarber og svo er týnd af plöntunni í um tvo mánuði þannig að ferli hverrar plöntu er um fjórir mánuðir en þá er plöntunni skipt út fyrir nýja jarðaberjaplöntu. Svona gengur þetta koll af kolli. Knútur segir að íslensk jarðarber séu alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda stoppi þau stutt út í búðum, þau seljist meira og minna öll. Í Jarðarberjalandi verða framleidd um 60 tonn af íslenskum jarðarberjum í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú ertu líka að rækta tómata í Friðheimum, hvort er nú betra tómatar eða jarðarber? „Það er bara gaman að koma að þessu líka. Við erum náttúrulega búin að vera í því að rækta tómata í 30 ár þannig að við kunnum það bara nokkuð vel og því var mjög gaman að útvíkka bæði sjálfan sig og sjóndeildarhringinn og taka við þessum rekstri en hvoru tveggja bæði gott,” segir Knútur. Þannig að þú ert bara bjartsýnn með þetta? „Mjög bjartsýnn og það sem er gaman við jarðarberin er að við getum fléttað því svolítið inn í ferðaþjónustu hlutann á okkar starfsemi líka því við opnuðum vínstofu og bistro bar fyrir einu og hálfu ári síðan þannig að nú er hægt að koma þar og fá ferska jarðaberjakokteila og drykki úr okkar heimaræktuðu jarðarberjum,” segir Knútur Ármann. Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Friðheima eða þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir tóku við rekstri garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð um áramótin af Hólmfríði Geirsdóttur og Steinari Jensen en stöðin er rétt hjá Friðheimum. Jarðarber hafa alltaf verið vinsæl hjá landsmönnum enda fátt betra en að fá sér íslensk safarík og holl jarðarber enda segir Knútur að berin séu gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Nýja stöðin hjá Friðheimum er mjög tæknivædd en gróðurhúsinu er skipt upp í 12 einingar þar sem uppskeran er mjög svipuð í hverri einingu allt árið. Jarðaberjaplönturnar koma sem mjög litlar plöntur inn í gróðurhúsið en það tekur þær svo um tvo mánuði að koma með jarðarber og svo er týnd af plöntunni í um tvo mánuði þannig að ferli hverrar plöntu er um fjórir mánuðir en þá er plöntunni skipt út fyrir nýja jarðaberjaplöntu. Svona gengur þetta koll af kolli. Knútur segir að íslensk jarðarber séu alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda stoppi þau stutt út í búðum, þau seljist meira og minna öll. Í Jarðarberjalandi verða framleidd um 60 tonn af íslenskum jarðarberjum í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú ertu líka að rækta tómata í Friðheimum, hvort er nú betra tómatar eða jarðarber? „Það er bara gaman að koma að þessu líka. Við erum náttúrulega búin að vera í því að rækta tómata í 30 ár þannig að við kunnum það bara nokkuð vel og því var mjög gaman að útvíkka bæði sjálfan sig og sjóndeildarhringinn og taka við þessum rekstri en hvoru tveggja bæði gott,” segir Knútur. Þannig að þú ert bara bjartsýnn með þetta? „Mjög bjartsýnn og það sem er gaman við jarðarberin er að við getum fléttað því svolítið inn í ferðaþjónustu hlutann á okkar starfsemi líka því við opnuðum vínstofu og bistro bar fyrir einu og hálfu ári síðan þannig að nú er hægt að koma þar og fá ferska jarðaberjakokteila og drykki úr okkar heimaræktuðu jarðarberjum,” segir Knútur Ármann.
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira