Sport

Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Henry Birgir og Maggi Peran fengu létt skot frá Andra Ólafssyni.
Henry Birgir og Maggi Peran fengu létt skot frá Andra Ólafssyni.

Lokasóknin var með lokahóf í vikunni og þar var sprellað. Það er venjulega mikið sprell í þættinum og þurfti að rifja það upp á lokahófinu.

Margt fyndið gerðist á tímabilinu sem var stórkostlegt þó svo aðalrétturinn sé eftir.

Menn taka sig mátulega hátíðlega í þættinum og reyna að hafa gaman líka.

Stefán Snær Geirmundsson, framleiðandi þáttarins, tók saman létta syrpu um það sem honum þótti skemmtilegt í þáttum vetrarins.

Lokaleikur tímabilsins, Super Bowl, fer fram annað kvöld. Þá mætast Chiefs og Eagles í úrslitum. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00.

Klippa: Lokasóknin: Þetta var fyndið í vetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×