Spilaði leik með sirloin steik í skónum Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2025 11:01 James Collins í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images James Collins, fyrrum varnarmaður Aston Villa og West Ham, hefur greint frá sérkennilegri nálgun á ristarmeiðsli sem plöguðu hann eitt sinn á hans ferli. Collins lék sem miðvörður og var mikill harðjaxl. Hann hóf ferilinn með Cardiff City en spilaði lengst af með West Ham og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2018. Hann kallaði ekki allt ömmu sína og lét ekki smáræði líkt og brotið bein í fæti koma í veg fyrir að hann spilaði fyrir sitt lið. „Ég veit ekki hvort þið trúið þessu, en þetta gerðist hundrað prósent. Þetta var þegar ég var hjá Villa og í raun braut á mér ristina. En ég vildi spila sama hvað,“ segir Collins frá í hlaðvarpi Peters Crouch. “I played a premier league game with a STEAK in my boot” 🥩 pic.twitter.com/b00foGsbxM— That Peter Crouch Podcast (@PeterCrouchPod) February 6, 2025 „Á föstudegi fyrir þennan tiltekna leik er ég með brotið bein, og læknirinn leggur þetta til. Hann segir „Þú munt halda að ég sé klikkaður, en við ætlum að ná í plastfilmu og festa steik við ristina á þér,“ vitnar Collins í lækni Villa-liðsins á þeim tíma. „Þetta var til að losa um þrýsting á brotna beinið í ristinni. Svo ég spilaði leik í ensku úrvalsdeildinni með með sirloin steik í skónum mínum. Þetta gat ekki verið fillet, ég hefði ekki komist í skóinn“ segir Collins við mikil hlátrasköll Crouch og Steve Sidwell, sem einnig heldur utan um hlaðvarpið. Steikin hafi ekki gert mikið til að lina sársauka velska varnarmannsins. „Steikin hjálpaði mér nákvæmlega ekki neitt. En steikin var hálf elduð í hálfleik því ég svitnaði svo mikið.“ Frásögnina má sjá í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Collins lék sem miðvörður og var mikill harðjaxl. Hann hóf ferilinn með Cardiff City en spilaði lengst af með West Ham og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2018. Hann kallaði ekki allt ömmu sína og lét ekki smáræði líkt og brotið bein í fæti koma í veg fyrir að hann spilaði fyrir sitt lið. „Ég veit ekki hvort þið trúið þessu, en þetta gerðist hundrað prósent. Þetta var þegar ég var hjá Villa og í raun braut á mér ristina. En ég vildi spila sama hvað,“ segir Collins frá í hlaðvarpi Peters Crouch. “I played a premier league game with a STEAK in my boot” 🥩 pic.twitter.com/b00foGsbxM— That Peter Crouch Podcast (@PeterCrouchPod) February 6, 2025 „Á föstudegi fyrir þennan tiltekna leik er ég með brotið bein, og læknirinn leggur þetta til. Hann segir „Þú munt halda að ég sé klikkaður, en við ætlum að ná í plastfilmu og festa steik við ristina á þér,“ vitnar Collins í lækni Villa-liðsins á þeim tíma. „Þetta var til að losa um þrýsting á brotna beinið í ristinni. Svo ég spilaði leik í ensku úrvalsdeildinni með með sirloin steik í skónum mínum. Þetta gat ekki verið fillet, ég hefði ekki komist í skóinn“ segir Collins við mikil hlátrasköll Crouch og Steve Sidwell, sem einnig heldur utan um hlaðvarpið. Steikin hafi ekki gert mikið til að lina sársauka velska varnarmannsins. „Steikin hjálpaði mér nákvæmlega ekki neitt. En steikin var hálf elduð í hálfleik því ég svitnaði svo mikið.“ Frásögnina má sjá í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira