Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 19:10 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Þingflokksformenn minnihlutaflokkanna þriggja sendu í dag fyrirspurn til forsætisráðherra um meint afskipti Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Í tilkynningu frá formönnunum segir að fregnir hermi að einhver úr ráðuneytinu hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu til að liðka fyrir í deilunni. „Alla jafna erum við ekki að hlaupa á eftir sögusögnum. En í ljósi alvarleika málsins og hversu sannfærandi þessar fregnir eru, þá ákváðum við að taka eitt skref í einu. Byrja á því að spyrja forsætisráðherra hvort þetta sé rétt, og ef svo hvað henni finnist um það,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnina hafi átt að bera fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag, sem var frestað vegna veðurs. Sé þetta satt, sé það afar alvarlegt. „Í fyrsta lagi eiga ráðherrar ekki að hafa aðkomu að kjaraviðræðum á milli aðila. Það er prinsipp númer eitt,“ segir Hildur. „Ef þetta er ekki rétt, nú jæja. Þá er það bara gott mál og við höldum áfram að öðrum störfum á þinginu.“ Í kjölfar fyrirspurnarinnar sendi menntamálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að hvorki ráðherra né starfsmaður á hans vegum hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Hildur segir skautað framhjá ýmsu í tilkynningunni og að spurningin hafi verið til forsætisráðherra, ekki menntamálaráðherra. „Nú skulum við bara heyra hvað forsætisráðherra hefur að segja um hvað gerðist þarna. Tökum svo næstu skref í kjölfarið eftir að þau svör berast,“ segir Hildur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Þingflokksformenn minnihlutaflokkanna þriggja sendu í dag fyrirspurn til forsætisráðherra um meint afskipti Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Í tilkynningu frá formönnunum segir að fregnir hermi að einhver úr ráðuneytinu hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu til að liðka fyrir í deilunni. „Alla jafna erum við ekki að hlaupa á eftir sögusögnum. En í ljósi alvarleika málsins og hversu sannfærandi þessar fregnir eru, þá ákváðum við að taka eitt skref í einu. Byrja á því að spyrja forsætisráðherra hvort þetta sé rétt, og ef svo hvað henni finnist um það,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnina hafi átt að bera fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag, sem var frestað vegna veðurs. Sé þetta satt, sé það afar alvarlegt. „Í fyrsta lagi eiga ráðherrar ekki að hafa aðkomu að kjaraviðræðum á milli aðila. Það er prinsipp númer eitt,“ segir Hildur. „Ef þetta er ekki rétt, nú jæja. Þá er það bara gott mál og við höldum áfram að öðrum störfum á þinginu.“ Í kjölfar fyrirspurnarinnar sendi menntamálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að hvorki ráðherra né starfsmaður á hans vegum hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Hildur segir skautað framhjá ýmsu í tilkynningunni og að spurningin hafi verið til forsætisráðherra, ekki menntamálaráðherra. „Nú skulum við bara heyra hvað forsætisráðherra hefur að segja um hvað gerðist þarna. Tökum svo næstu skref í kjölfarið eftir að þau svör berast,“ segir Hildur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira