„Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 23:19 Tré brotnuðu í hvassviðrinu. Vísir/Friðrik Júlíus Veðrið hefur leikið íbúa á Stöðvarfirði grátt síðastliðinn sólarhring. Miklar skemmdir eru á húsum og bærinn allur á floti. Hallgrímskirkja slapp með skrekkinn þegar eldingu laust þar niður. Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira