Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:03 Annar tveggja eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar segir að hver einasta stýrivaxtalækkun hafi mikla þýðingu fyrir fólk. Vísir/Margrét Helga Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“ Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“
Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17
Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30