Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2025 11:39 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en gefur ekki kost á sér til formanns í komandi kosningum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið skipuð sérstakur sendifulltrúi um stöðu barna í Úkraínu. Um er að ræða ólaunað starf sem hún mun sinna meðfram þingmennsku. Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar. Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar.
Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira