Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2025 06:20 Það fór vel á með Trump og Netanyahu í gær. epa/Shawn Thew Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. Ummælin lét forsetinn falla á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann hefur áður viðrað hugmyndir um að breyta Gasa í ferðamannaparadís. Trump sagði Palestínumenn aðeins vilja snúa aftur á Gasa af því að þeir hefðu ekki um annað að velja. Svæðið væri rústir einar og Palestínumenn ættu að leita til nágrannaríkjanna til að lifa í friði. Bandaríkjamenn myndu taka yfir Gasa, eiga svæðið og axla ábyrgð á því að hreinsa það. Þá myndu þeir byggja það upp, skapa þúsundir starfa og gera svæðið að stað sem Mið-Austurlönd gætu verið stolt af. Fyrr um daginn hafði Trump rætt um að Palestínumenn flyttust varanlega frá Gasa og hvatti Egyptaland, Jórdaníu og önnur Arabaríki til að taka á móti þeim. Ráðamenn þar í landi hafa hafnað slíkum hugmyndum. Forsetinn fór ekki út í smáatriði, hvernig stjórnvöld hygðust framkvæma allt það sem hann boðaði en aðspurður sagðist hann ekki útiloka að senda hermenn á Gasa ef þess þyrfti. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við leiðtoga á svæðinu og að þeir „elskuðu“ hugmyndina um að Bandaríkin eignuðust Gasa og sköpuðu stöðugleika. Sagðist hann vonast til að yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu myndu samþykkja, í fyllingu tímans, að taka á móti íbúum. Netanyahu lýsti fyrir sitt leyti ánægju með hugmyndina og sagði Trump besta vin sem Ísrael hefði átt í Hvíta húsinu. Hamas-samtökin, stjórnvöld í Sádi Arabaíu, mannréttindasamtök og samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hins vegar fordæmt yfirlýsingar forsetans. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann hefur áður viðrað hugmyndir um að breyta Gasa í ferðamannaparadís. Trump sagði Palestínumenn aðeins vilja snúa aftur á Gasa af því að þeir hefðu ekki um annað að velja. Svæðið væri rústir einar og Palestínumenn ættu að leita til nágrannaríkjanna til að lifa í friði. Bandaríkjamenn myndu taka yfir Gasa, eiga svæðið og axla ábyrgð á því að hreinsa það. Þá myndu þeir byggja það upp, skapa þúsundir starfa og gera svæðið að stað sem Mið-Austurlönd gætu verið stolt af. Fyrr um daginn hafði Trump rætt um að Palestínumenn flyttust varanlega frá Gasa og hvatti Egyptaland, Jórdaníu og önnur Arabaríki til að taka á móti þeim. Ráðamenn þar í landi hafa hafnað slíkum hugmyndum. Forsetinn fór ekki út í smáatriði, hvernig stjórnvöld hygðust framkvæma allt það sem hann boðaði en aðspurður sagðist hann ekki útiloka að senda hermenn á Gasa ef þess þyrfti. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við leiðtoga á svæðinu og að þeir „elskuðu“ hugmyndina um að Bandaríkin eignuðust Gasa og sköpuðu stöðugleika. Sagðist hann vonast til að yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu myndu samþykkja, í fyllingu tímans, að taka á móti íbúum. Netanyahu lýsti fyrir sitt leyti ánægju með hugmyndina og sagði Trump besta vin sem Ísrael hefði átt í Hvíta húsinu. Hamas-samtökin, stjórnvöld í Sádi Arabaíu, mannréttindasamtök og samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hins vegar fordæmt yfirlýsingar forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira