Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2025 06:20 Það fór vel á með Trump og Netanyahu í gær. epa/Shawn Thew Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. Ummælin lét forsetinn falla á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann hefur áður viðrað hugmyndir um að breyta Gasa í ferðamannaparadís. Trump sagði Palestínumenn aðeins vilja snúa aftur á Gasa af því að þeir hefðu ekki um annað að velja. Svæðið væri rústir einar og Palestínumenn ættu að leita til nágrannaríkjanna til að lifa í friði. Bandaríkjamenn myndu taka yfir Gasa, eiga svæðið og axla ábyrgð á því að hreinsa það. Þá myndu þeir byggja það upp, skapa þúsundir starfa og gera svæðið að stað sem Mið-Austurlönd gætu verið stolt af. Fyrr um daginn hafði Trump rætt um að Palestínumenn flyttust varanlega frá Gasa og hvatti Egyptaland, Jórdaníu og önnur Arabaríki til að taka á móti þeim. Ráðamenn þar í landi hafa hafnað slíkum hugmyndum. Forsetinn fór ekki út í smáatriði, hvernig stjórnvöld hygðust framkvæma allt það sem hann boðaði en aðspurður sagðist hann ekki útiloka að senda hermenn á Gasa ef þess þyrfti. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við leiðtoga á svæðinu og að þeir „elskuðu“ hugmyndina um að Bandaríkin eignuðust Gasa og sköpuðu stöðugleika. Sagðist hann vonast til að yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu myndu samþykkja, í fyllingu tímans, að taka á móti íbúum. Netanyahu lýsti fyrir sitt leyti ánægju með hugmyndina og sagði Trump besta vin sem Ísrael hefði átt í Hvíta húsinu. Hamas-samtökin, stjórnvöld í Sádi Arabaíu, mannréttindasamtök og samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hins vegar fordæmt yfirlýsingar forsetans. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann hefur áður viðrað hugmyndir um að breyta Gasa í ferðamannaparadís. Trump sagði Palestínumenn aðeins vilja snúa aftur á Gasa af því að þeir hefðu ekki um annað að velja. Svæðið væri rústir einar og Palestínumenn ættu að leita til nágrannaríkjanna til að lifa í friði. Bandaríkjamenn myndu taka yfir Gasa, eiga svæðið og axla ábyrgð á því að hreinsa það. Þá myndu þeir byggja það upp, skapa þúsundir starfa og gera svæðið að stað sem Mið-Austurlönd gætu verið stolt af. Fyrr um daginn hafði Trump rætt um að Palestínumenn flyttust varanlega frá Gasa og hvatti Egyptaland, Jórdaníu og önnur Arabaríki til að taka á móti þeim. Ráðamenn þar í landi hafa hafnað slíkum hugmyndum. Forsetinn fór ekki út í smáatriði, hvernig stjórnvöld hygðust framkvæma allt það sem hann boðaði en aðspurður sagðist hann ekki útiloka að senda hermenn á Gasa ef þess þyrfti. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við leiðtoga á svæðinu og að þeir „elskuðu“ hugmyndina um að Bandaríkin eignuðust Gasa og sköpuðu stöðugleika. Sagðist hann vonast til að yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu myndu samþykkja, í fyllingu tímans, að taka á móti íbúum. Netanyahu lýsti fyrir sitt leyti ánægju með hugmyndina og sagði Trump besta vin sem Ísrael hefði átt í Hvíta húsinu. Hamas-samtökin, stjórnvöld í Sádi Arabaíu, mannréttindasamtök og samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hins vegar fordæmt yfirlýsingar forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira