Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 15:05 Katie Cousins er öllum hnútum kunnug í Laugardalnum eftir að hafa spilað þar með Þrótti. VÍSIR/VILHELM Katie Cousins, einn besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta undanfarin ár, hefur samið um að snúa aftur til Þróttar og spila með liðinu á komandi leiktíð. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Katie skrifað undir samning við Þrótt sem gildir til næstu tveggja ára, með uppsagnarákvæði sem gildir í lok þessa árs. Katie var í lykilhlutverki hjá Val í fyrra þegar liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti Bestu deildarinnar. Fótbolti.net segir að forráðamenn Vals hafi reynt að semja við Katie að nýju en það hafi ekki tekist. Félagaskiptasérfræðingurinn Orri Rafn Sigurðarson greindi fyrstur frá brotthvarfi Katie á Twitter og sagði stjórn Vals hafa talið hana of dýra. Stórar fréttir úr íslenska kvennaboltanum. Valur ætlar að losa Katie Cousins frá félaginu og ekki endursemja við hana. Stjórn Vals taldi hana of dýra.Þjálfararnir vissu ekki af þessu. pic.twitter.com/op8iAeeUhG— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 4, 2025 Athygli vekur að samkvæmt skrifum Orra voru nýir þjálfarar Vals, Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson, ekki hafðir með í ráðum. Hann hefur nú leiðrétt það og skrifaði: „Þjálfararnir virðast hafa vitað af þessu eftir allt saman. Valur lét Katie bíða í næstum því mánuð eftir að klára málin eftir hún samþykkti að koma aftur til Vals þrátt fyrir að hafa tilboð frá Portúgal. Degi fyrir lok gluggans fær hún að vita að Valur ætli ekki að endursemja.“ Katie, sem er 28 ára gömul, er væntanleg til landsins og mun þá snúa aftur í Laugardalinn þar sem hún lék þegar hún kom fyrst til Íslands. Hún skoraði sjö mörk í 17 deildarleikjum á fyrstu leiktíð sinni með Þrótti í efstu deild, árið 2021, og lék einnig lykilhlutverk með liðinu árið 2023 áður en hún skipti svo yfir í Val fyrir síðustu leiktíð. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Katie skrifað undir samning við Þrótt sem gildir til næstu tveggja ára, með uppsagnarákvæði sem gildir í lok þessa árs. Katie var í lykilhlutverki hjá Val í fyrra þegar liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti Bestu deildarinnar. Fótbolti.net segir að forráðamenn Vals hafi reynt að semja við Katie að nýju en það hafi ekki tekist. Félagaskiptasérfræðingurinn Orri Rafn Sigurðarson greindi fyrstur frá brotthvarfi Katie á Twitter og sagði stjórn Vals hafa talið hana of dýra. Stórar fréttir úr íslenska kvennaboltanum. Valur ætlar að losa Katie Cousins frá félaginu og ekki endursemja við hana. Stjórn Vals taldi hana of dýra.Þjálfararnir vissu ekki af þessu. pic.twitter.com/op8iAeeUhG— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 4, 2025 Athygli vekur að samkvæmt skrifum Orra voru nýir þjálfarar Vals, Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson, ekki hafðir með í ráðum. Hann hefur nú leiðrétt það og skrifaði: „Þjálfararnir virðast hafa vitað af þessu eftir allt saman. Valur lét Katie bíða í næstum því mánuð eftir að klára málin eftir hún samþykkti að koma aftur til Vals þrátt fyrir að hafa tilboð frá Portúgal. Degi fyrir lok gluggans fær hún að vita að Valur ætli ekki að endursemja.“ Katie, sem er 28 ára gömul, er væntanleg til landsins og mun þá snúa aftur í Laugardalinn þar sem hún lék þegar hún kom fyrst til Íslands. Hún skoraði sjö mörk í 17 deildarleikjum á fyrstu leiktíð sinni með Þrótti í efstu deild, árið 2021, og lék einnig lykilhlutverk með liðinu árið 2023 áður en hún skipti svo yfir í Val fyrir síðustu leiktíð.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira