FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 14:50 Framarar þurfa að greiða úr sínum málum til þess að félagaskiptabanni verði aflétt, en það ætti að geta gengið hratt fyrir sig. vísir/Diego FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett bæði Fram og Gróttu í félagaskiptabann í að hámarki næstu þrjá félagaskiptaglugga. Félögin og KSÍ furða sig á samskiptaleysi af hálfu FIFA en ekki mun vera um alvarleg brot að ræða og talið auðleyst að losa félögin úr banni. Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega. Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega.
Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira