Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2025 11:54 Frá þorrablóti Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi síðastliðið föstudagskvöld. Guðrún Erlingsdóttir Hátt í tvö hundruð manns hafa tilkynnt um veikindi eftir að hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Sama veisluþjónusta kom að báðum þorrablótum, en sýni úr matvælum eru enn til rannsóknar. Þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi fór fram síðastliðinn föstudag. Tæplega 200 gestir sóttu blótið. Daginn eftir fór annað þorrablót fram, þá í Þorlákshöfn, sem um 160 manns sóttu. Hljómsveitin Allt í einu hélt uppi mikilli stemmningu á þorrablótinu í Þorlákshöfn. Því miður urðu sumir veislugestir veikir eftir blótið.Allt í einu Fyrst var greint frá veikindum í kjölfar þorrablóts Hvatar í gær en nú liggur fyrir að tugir gesta á seinna blótinu hafi einnig tilkynnt um veikindi. Samskipti við veisluþjónustuna prýðileg Formaður þorrablótsnefndar Hvatar segir fyrsta viðbragð hafa verið að leiðbeina fólki um að tilkynna veikindi sín. „Við tilkynntum þetta til heilbrigðiseftirlits Suðurlands og höfum verið að vinna með þeim og verið að veita upplýsingar eins og þarf,“ segir Birgir Leó Ólafsson, formaður þorrablótsnefndar Hvatar. Þungt hljóð sé í fólki í samfélaginu vegna málsins. „Þeir sem lenda í þessu, að veikjast, eru auðvitað ekki ánægðir og líður bara ekki vel.“ Grunur er um matarborna sýkingu, en sama veisluþjónusta sá um bæði blót. Þó liggur ekki fyrir hvort um matvælaborna sýkingu var að ræða. Birgir segir viðbrögð veisluþjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar. „Samskiptin sem hafa farið fram hingað til hafa verið mjög opin og mér finnst þeirra viðbragð hafa verið mjög gott.“ Enn að átta sig á umfanginu Rannsókn málsins er nýhafin en sóttvarnalæknir, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Matvælastofnun koma að henni. Forstjóri MAST hvetur fólk sem var á þorrablótunum til að tilkynna um veikindi ef þau koma upp. Greining á sýnum úr matvælum liggi ekki fyrir. Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar.vísir/egill „Við getum í raun og veru ekki svarað núna hvaða orsakavaldur er fyrir þessari sýkingu,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST. „Ég held að tilkynningar séu að detta í 200 manns, en við erum ennþá að ná utan um umfangið.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Þorrablót Þorramatur Matur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi fór fram síðastliðinn föstudag. Tæplega 200 gestir sóttu blótið. Daginn eftir fór annað þorrablót fram, þá í Þorlákshöfn, sem um 160 manns sóttu. Hljómsveitin Allt í einu hélt uppi mikilli stemmningu á þorrablótinu í Þorlákshöfn. Því miður urðu sumir veislugestir veikir eftir blótið.Allt í einu Fyrst var greint frá veikindum í kjölfar þorrablóts Hvatar í gær en nú liggur fyrir að tugir gesta á seinna blótinu hafi einnig tilkynnt um veikindi. Samskipti við veisluþjónustuna prýðileg Formaður þorrablótsnefndar Hvatar segir fyrsta viðbragð hafa verið að leiðbeina fólki um að tilkynna veikindi sín. „Við tilkynntum þetta til heilbrigðiseftirlits Suðurlands og höfum verið að vinna með þeim og verið að veita upplýsingar eins og þarf,“ segir Birgir Leó Ólafsson, formaður þorrablótsnefndar Hvatar. Þungt hljóð sé í fólki í samfélaginu vegna málsins. „Þeir sem lenda í þessu, að veikjast, eru auðvitað ekki ánægðir og líður bara ekki vel.“ Grunur er um matarborna sýkingu, en sama veisluþjónusta sá um bæði blót. Þó liggur ekki fyrir hvort um matvælaborna sýkingu var að ræða. Birgir segir viðbrögð veisluþjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar. „Samskiptin sem hafa farið fram hingað til hafa verið mjög opin og mér finnst þeirra viðbragð hafa verið mjög gott.“ Enn að átta sig á umfanginu Rannsókn málsins er nýhafin en sóttvarnalæknir, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Matvælastofnun koma að henni. Forstjóri MAST hvetur fólk sem var á þorrablótunum til að tilkynna um veikindi ef þau koma upp. Greining á sýnum úr matvælum liggi ekki fyrir. Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar.vísir/egill „Við getum í raun og veru ekki svarað núna hvaða orsakavaldur er fyrir þessari sýkingu,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST. „Ég held að tilkynningar séu að detta í 200 manns, en við erum ennþá að ná utan um umfangið.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Þorrablót Þorramatur Matur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent