Körfubolti

Tryggvi og fé­lagar aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar eru komnir aftur á sigurbraut.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar eru komnir aftur á sigurbraut. vísir/Hulda Margrét

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Bilbao unnu langþráðan 16 stiga sigur er liðið tók á móti Forca Lleida í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í dag.

Eftir fjóra tapleiki í röð í deildinni voru Tryggvi og félagar farnir að þyrsta eftir sigri. Liðið leiddi með átta stigum að loknum fyrsta leikhluta og fór svo með sjö stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 48-41.

Heimamenn í Bilbao gáfu svo ekkert eftir í seinni hálfleik og juku forskot sitt lítillega í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða tók liðið svo öll völd á vellinum og vann að lokum öruggan 16 stiga sigur, 91-75.

Tryggvi var drjúgur í liði Bilbao, skoraði níu stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×