Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 16:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland sé á tánum gagnvart mögulegum ógnum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefi út leiðbeiningar til þjóðarinnar brjótist út stríðsátök eða í tilfelli stóráfalla. Utanríkisráðherra segir ekki verið að mála skrattann á vegginn en undirstrikar mikilvægi þess að vera viðbúinn. Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira