„Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 08:26 Vatn hefur flætt úr pollinum við Hringhamar ofan í nálæg undirgöng sem eru eins og sjá má næstum alveg full. Vænta má að vatnið nái tveggja metra dýpt inni í göngunum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur á síðasta sólarhring sent dælubíla í 26 útköll og megnið af því vegna vatnsleka. Á sama tíma hefur slökkviliðið sinnt óvenjumörgum sjúkraflutningum. „Það er búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn,“ sagði Stefán Kristinsson varðstjóri við fréttastofu rétt upp úr átta. „Við erum búin að taka 140 sjúkraflutninga og síðasta sólarhring voru einhver 26 útköll á dælubíla og megnið vegna vatnsleka,“ sagði hann einnig. Þar hafi vatnsbrunnar ekki haft undan magni regnvatns og flætt inn í hús. Ný vakt sem tók við klukkan sjö í morgun var þegar búin að fá þrjár tilkynningar um vatnsleka á fyrsta klukkutímanum. „Þar af einn stór í Kópavogi,“ sagði Stefán. „Bílakjallari og geymslur sem eru stappfull af vatni.“ Um 140 sjúkraflutningar þykir óvenjumikið en að sögn Stefáns tengist það óveðrinu ekki sérstaklega þó einhver hálkuslys hafi bæst í við hefðbundin útköll. Mynd frá Suðurgötu í Hafnarfirði þar sem vatn flæðir upp úr jörðinni og brunnlokið hefur ekki undan. Pollar leika landann grátt Stórir pollar og vatnselgir hafa myndast víða um höfuðborgarsvæðið bílstjórum og öðrum til mikilla ama. Hringtorgið við Hringhamar þar sem pollurinn gárast í vindinum.AÐSEND Fréttastofu hafa borist myndir frá Hringhamri í Hafnarfirði þar sem gríðarlega stór pollur hefur myndast yfir allan veginn þannig erfitt er að komast yfir hann. Nú í morgun bárust fleiri myndir frá Hringhamri þar sem sést að vatnið við hringtorgið hefur streymt ofan í nálæg undirgöng sem eru nú komin algjörlega undir vatn. Vatnið fyllir undirgöngin næstum því alveg og nær væntanlega um tveggja metra dýpt inni í göngunum. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Slökkvilið Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
„Það er búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn,“ sagði Stefán Kristinsson varðstjóri við fréttastofu rétt upp úr átta. „Við erum búin að taka 140 sjúkraflutninga og síðasta sólarhring voru einhver 26 útköll á dælubíla og megnið vegna vatnsleka,“ sagði hann einnig. Þar hafi vatnsbrunnar ekki haft undan magni regnvatns og flætt inn í hús. Ný vakt sem tók við klukkan sjö í morgun var þegar búin að fá þrjár tilkynningar um vatnsleka á fyrsta klukkutímanum. „Þar af einn stór í Kópavogi,“ sagði Stefán. „Bílakjallari og geymslur sem eru stappfull af vatni.“ Um 140 sjúkraflutningar þykir óvenjumikið en að sögn Stefáns tengist það óveðrinu ekki sérstaklega þó einhver hálkuslys hafi bæst í við hefðbundin útköll. Mynd frá Suðurgötu í Hafnarfirði þar sem vatn flæðir upp úr jörðinni og brunnlokið hefur ekki undan. Pollar leika landann grátt Stórir pollar og vatnselgir hafa myndast víða um höfuðborgarsvæðið bílstjórum og öðrum til mikilla ama. Hringtorgið við Hringhamar þar sem pollurinn gárast í vindinum.AÐSEND Fréttastofu hafa borist myndir frá Hringhamri í Hafnarfirði þar sem gríðarlega stór pollur hefur myndast yfir allan veginn þannig erfitt er að komast yfir hann. Nú í morgun bárust fleiri myndir frá Hringhamri þar sem sést að vatnið við hringtorgið hefur streymt ofan í nálæg undirgöng sem eru nú komin algjörlega undir vatn. Vatnið fyllir undirgöngin næstum því alveg og nær væntanlega um tveggja metra dýpt inni í göngunum. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Slökkvilið Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira