„Það fór snjóflóð niður við Enni, milli Ólafsvíkur og Rifs,“ segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögreluþjónn á Vesturlandi.
Umræddur vegur er Ennisbraut sem liggur undir fjallinu Enni og er á milli Ólafsvík og Rif. Fyrsta flóðið fór yfir veginn. Á meðan unnið var að mokstri féll annað snjóflóð aðeins vestar.
„Svæðið er ekki öruggt svo það er búið að loka veginum,“ segir Ásmundur. Enginn er talinn hafa lent undir flóðinu.
Vegna flóðanna hefur ofanflóðavakt lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Vesturlandi sem tók gildi klukkan hálf níu í kvöld.
Einnig er í gildi óvissustig vegna ofanflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum.
„Ég hef nú búinn að vera nokkur ár í þessu og ég held að þetta sé það þykkasta sem að ég hef séð,“ segir Svanur Tómasson, sem kom að snjóflóðinu.
Að sögn Svans féll snjóflóðið yfir „nýja veginn“ sem liggur undir Enni og út í sjó. Flóðið er um fjórir til fimm metrar á þykkt.
Fréttin hefur verið uppfærð.