„Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2025 19:02 Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins að Árskógum 7 fagnar því að hluti framkvæmda að Álfabakka hafi verið stöðvaðar og vonar að það sé aðeins fyrsti áfanginn. Borgin hefði átt að vera búin að því. Vísir/Einar Byggingafulltrúi Reykjavíkur hefur stöðvað framkvæmdir að hluta við Álfabakka 2. Forstjóri Haga segir það breyta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Talsmaður íbúa telur að borgin hafi getað brugðist fyrr við. Mikil gagnrýni hefur komið fram á framkvæmdir og byggingu að Álfabakka 2. Í vikunni afhentu íbúar í Árskógum 7 sem stendur við húsið borgarstjóra undirskriftalista tæplega þrjú þúsund þar sem farið var fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Byggingafulltrúi skerst í leikinn Aftur urðu vendingar í málinu í dag þegar byggingafulltrúi Reykjavíkur stöðvaði framkvæmdir í þeim hluta hússins þar sem kjötvinnsla á að rísa. Í bréfi byggingafulltrúa segir að komið hafi í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þurfi betur grein fyrir rýminu fyrir kjötvinnsluna. Ekki liggi fyrir uplýsingar um hvort eigendur byggingarinnar hafi tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða kjötvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Veittur er sjö daga frestur fyrir skýringar. Breytir áætlunum Haga Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson forstjóri Haga sagði í samtali við fréttastofu að eðli málsins samkvæmt þá breyti þetta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Það komi í ljós með hvaða hætti. Gert sé ráð fyrir að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld. Vonar að þetta sé aðeins fyrsti áfanginn Formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö vonar að framkvæmdir verði alveg stöðvar. „Þetta er ákveðinn áfangi sem næst með því að stöðva framkvæmdirnar að hluta. Ég geri ráð fyrir að þetta sé aðeins fyrsti áfangi í að stöðvar framkvæmdirnar alfarið. Mér finnst að það eigi að finna þessu húsi annan stað í iðnaðarhverfi,“ segir Kristján. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö telur að borgin hafi vitað af göllum og átt að stöðva framkvæmdir fyrr.Vísir/Einar Hann telur að borgin hefði átt að vita af göllunum og bregðast fyrr við. „Ég hef heyrt að samskipti milli borgarinnar og eigenda hússins hafi verið á þá leið að borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan. Það er gjörsamlega glórulaust af borgaryfirvöld að planta svona iðnaðarstarfsemi inn í miðja íbúðabyggð, það bara gerist ekki í þeim borgum sem við miðum okkur við,“ segir hann. Byggingin hafi mikil áhrif Kristján segir að byggingin hafi mikil áhrif á íbúa. „Sálfræðileg áhrif af svona byggingu er að fólk verður dapurt, jafnvel einangrast og finnur til þunglyndis. Ég upplifi það hjá sumum íbúum. Fólk er þunglynt út af þessu,“ segir hann. Hann segir í raun óskiljanlegt að húsið hafi risið með þessum hætti. „Þegar peningarnir eru annars vegar komast menn upp með ýmislegt,“ segir Kristján að lokum. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Mikil gagnrýni hefur komið fram á framkvæmdir og byggingu að Álfabakka 2. Í vikunni afhentu íbúar í Árskógum 7 sem stendur við húsið borgarstjóra undirskriftalista tæplega þrjú þúsund þar sem farið var fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Byggingafulltrúi skerst í leikinn Aftur urðu vendingar í málinu í dag þegar byggingafulltrúi Reykjavíkur stöðvaði framkvæmdir í þeim hluta hússins þar sem kjötvinnsla á að rísa. Í bréfi byggingafulltrúa segir að komið hafi í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þurfi betur grein fyrir rýminu fyrir kjötvinnsluna. Ekki liggi fyrir uplýsingar um hvort eigendur byggingarinnar hafi tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða kjötvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Veittur er sjö daga frestur fyrir skýringar. Breytir áætlunum Haga Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson forstjóri Haga sagði í samtali við fréttastofu að eðli málsins samkvæmt þá breyti þetta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Það komi í ljós með hvaða hætti. Gert sé ráð fyrir að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld. Vonar að þetta sé aðeins fyrsti áfanginn Formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö vonar að framkvæmdir verði alveg stöðvar. „Þetta er ákveðinn áfangi sem næst með því að stöðva framkvæmdirnar að hluta. Ég geri ráð fyrir að þetta sé aðeins fyrsti áfangi í að stöðvar framkvæmdirnar alfarið. Mér finnst að það eigi að finna þessu húsi annan stað í iðnaðarhverfi,“ segir Kristján. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö telur að borgin hafi vitað af göllum og átt að stöðva framkvæmdir fyrr.Vísir/Einar Hann telur að borgin hefði átt að vita af göllunum og bregðast fyrr við. „Ég hef heyrt að samskipti milli borgarinnar og eigenda hússins hafi verið á þá leið að borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan. Það er gjörsamlega glórulaust af borgaryfirvöld að planta svona iðnaðarstarfsemi inn í miðja íbúðabyggð, það bara gerist ekki í þeim borgum sem við miðum okkur við,“ segir hann. Byggingin hafi mikil áhrif Kristján segir að byggingin hafi mikil áhrif á íbúa. „Sálfræðileg áhrif af svona byggingu er að fólk verður dapurt, jafnvel einangrast og finnur til þunglyndis. Ég upplifi það hjá sumum íbúum. Fólk er þunglynt út af þessu,“ segir hann. Hann segir í raun óskiljanlegt að húsið hafi risið með þessum hætti. „Þegar peningarnir eru annars vegar komast menn upp með ýmislegt,“ segir Kristján að lokum.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira