Um er að ræða 21 brottför og 32 komur. Svo virðist sem allar komur á völlinn frá og með klukkan 11 í dag hafi verið aflýst og öllum brottförum eftir klukkan 12.
Í raun er einungis tvær flugferðir sagðar á áætlun. Það eru flug með Wizz Air, til og frá Katowice í Póllandi í kvöld. Annars hefur öllum flugum hjá Icelandair og Play aflýst.
Vont veður er í kortunum, en spáð er hvassviðri, stormi og rigningu og asahláku.
„Vegna veðurs verður röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli og um innanlandsflugvelli frá föstudeginum 31. janúar til og með sunnudeginum 2. febrúar,”