Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 10:40 Frá undirritun þjónustusamnings Hafnarfjarðarbæjar við Framtíðar fólk ehf. um rekstur leikskólans Áshamars 23. janúar. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri (fremst til vinstri) og Guðrún Jóna Thorarensen (fremst til hægri) með pennana á lofti. Hafnarfjarðarbær Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar. Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar.
Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira