Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2025 22:30 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir sinn flokk einfaldlega þurfa meira pláss. Beinast liggi við að taka stærsta herbergi hússins, sem Sjálfstæðismenn hafa haft til umráða síðastliðin 84 ár. Kollegi hans í Sjálfstæðisflokknum heldur nú síður. Samfylkingin geti einfaldlega fundað í öðru herbergi sem rúmi vel 15 manna þingflokk. Vísir/Einar Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Í dag var fjallað um það að Samfylkingin, sem er nú stærsti flokkurinn á þingi, hefði óskað eftir að fá herberginu, sem er það stærsta, úthlutað til sín. Erindi þess efnis hefði borist þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks frá skrifstofustjóra Alþingis, sem hefur litla trú á að Samfylkingin fái sínu framgengt. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja alveg skýrar. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að láta herbergið eftir. Herbergi sem þeir hafi haft til umráða síðan árið 1941. Gott ef stjórnin er öll í kallfæri Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir til skoðunar að hafa herbergi stjórnarflokkanna nálægt hvert öðru. Þá myndi hans flokkur taka herbergi Sjálfsfstæðisflokksins, sem hefur einum færri þingmenn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann hafa komið á óvart hve miklar tilfinningar væru í spilinu. Hildur sagði það skiljanlegt að yngri flokkar áttuðu sig ekki á gildi þess að halda herbergi sem hefði fylgt flokknum í 84 ár. Skýrar reglur sem þó gætu breyst Staðreyndin er þó sú að Samfylkingin, sem bætti við sig níu þingmönnum í síðustu kosningum, hefur sprengt af sér þingflokksherbergið sem það hafði yfir að ráða á síðasta kjörtímabili. Hildur segir fimmtán manna þingflokk þó vel geta fundað í næst stærsta herberginu. Reglur þingsins kveði á um að ekki eigi að flytja flokka milli herbergja nema nauðsynlegt sé. Þá segir Guðmundur Ari að vel komi til greina að breyta reglunum, kjósi Sjálfstæðismenn að túlka þær á þennan veg. Herbergið sem Samfylkingin vill komast í, og Sjálfstæðismenn vilja allra síst yfirgefa, má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Í dag var fjallað um það að Samfylkingin, sem er nú stærsti flokkurinn á þingi, hefði óskað eftir að fá herberginu, sem er það stærsta, úthlutað til sín. Erindi þess efnis hefði borist þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks frá skrifstofustjóra Alþingis, sem hefur litla trú á að Samfylkingin fái sínu framgengt. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja alveg skýrar. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að láta herbergið eftir. Herbergi sem þeir hafi haft til umráða síðan árið 1941. Gott ef stjórnin er öll í kallfæri Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir til skoðunar að hafa herbergi stjórnarflokkanna nálægt hvert öðru. Þá myndi hans flokkur taka herbergi Sjálfsfstæðisflokksins, sem hefur einum færri þingmenn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann hafa komið á óvart hve miklar tilfinningar væru í spilinu. Hildur sagði það skiljanlegt að yngri flokkar áttuðu sig ekki á gildi þess að halda herbergi sem hefði fylgt flokknum í 84 ár. Skýrar reglur sem þó gætu breyst Staðreyndin er þó sú að Samfylkingin, sem bætti við sig níu þingmönnum í síðustu kosningum, hefur sprengt af sér þingflokksherbergið sem það hafði yfir að ráða á síðasta kjörtímabili. Hildur segir fimmtán manna þingflokk þó vel geta fundað í næst stærsta herberginu. Reglur þingsins kveði á um að ekki eigi að flytja flokka milli herbergja nema nauðsynlegt sé. Þá segir Guðmundur Ari að vel komi til greina að breyta reglunum, kjósi Sjálfstæðismenn að túlka þær á þennan veg. Herbergið sem Samfylkingin vill komast í, og Sjálfstæðismenn vilja allra síst yfirgefa, má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að ofan.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent