Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2025 07:00 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira