Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2025 07:00 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira