Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2025 14:40 Eins og sjá má er auga konunnar illa leikið eftir að sprautan sprakk. aðsend Kona nokkur í Reykjavík lenti í óhugnanlegu atviki á sunnudaginn var. Rjómasprauta sem hún var að skrúfa saman sprakk með miklum látum og þeyttist tappinn í augað á henni. „Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum. Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum.
Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira