Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 10:42 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira