Þegar húsnæðisliðurinn hefur verið tekinn út fyrir sviga lækkaði vísitalana um 0,29 prósent frá því í desember samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði mælist verðbólga þrjú prósent án húsnæðis. Ársverðbólga án húsnæðis mældist 2,8 prósent í desember.
Verð á áfengi og tóbaki hækkaði um 3,9% (áhrif á vísitöluna 0,10%) og kostnaður vegna rafmagns og hita hækkaði um 3,5% (0,11%). Einnig hækkaði verð á bensíni og olíum um 3,6% (0,13%). Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkuðu föt og skór um 6,9% (-0,26%), húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. um 4,6% (-0,23%) og raftæki um 9,5% (-0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 16,1% (-0,36%).
Verðbólga hefur lækkað umtalsvert frá því að hún náði hámarki sínu, 10,2 prósent í febrúar 2023. Frá því í janúar í fyrra hefur ársverðbólga hjaðnað um meira en tvö prósentustig.