Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 15:41 Konan sagðist hafa sent tölvupóstinn í mikilli geðshræringu. Myndin er úr safni. Getty Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira