Býður sig fram til formanns VR Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2025 07:29 Bjarni Þór Sigurðsson hefur setið í stjórn VR frá árinu 2012. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór. Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór.
Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira