Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 10:02 Cody Gakpo í leik með Liverpool. Hann vildi fá að spila á móti sínum gömlu félögum í PSV Eindhoven í kvöld. Getty/Andrew Powell Lykilmaður Liverpool fékk skilaboð frá æðri máttarvöldum löngu áður en dyrnar til Liverpool opnuðust. Í kvöld mætir hann sínu gamla félagi. Hollendingurinn Cody Gakpo er að eiga mjög gott tímabil með Liverpool en hann skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Eins og margir vita þá er Cody Gakpo mjög trúaður maður og hann hefur sagt frá samskiptum sínum við prest þegar hann var enn leikmaður hollenska félagsins PSV Eindhoven. Cody Gakpo er nú kominn með fjórtán mörk og fimm stoðsendingum með Liverpool á leiktíðinni. Frá 1. desember hefur hann skorað sjö mörk í tíu deildarleikjum. Framundan er leikur á móti hans gamla félagi PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld. Gakpo bað Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, um að fá að spila þennan leik en Slot hvílir marga leikmenn í leiknum þar sem að Liverpool er öruggt áfram. Fyrir leikinn rifjaði Cody Gakpo upp samtal sitt við hollenska prestinn. „Ég er trúaður maður. Einn dag hitti ég prestinn minn í gömlu kirkjunni minni í Hollandi en með honum var annar prestur sem var vinur hans. Hinn presturinn sagði við mig að guð hefði sagt honum að ég myndi fara til Liverpool. Ég hló bara að þessu og svaraði. Já, gott mál, við sjáum til,“ sagði Cody Gakpo. „Það var þegar smá áhugi frá Manchester United en svo ákvað United að kaupa Antony sumarið 2022,“ sagði Gakpo. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Á þeim tímapunkti gat ég farið til Leeds, Southampton eða verið áfram hjá PSV. Ég lagðist á bæn og bað guð um leiðsögn. Ég sagði ef ég skora einu sinni þá fer ég til Southampton, ef ég skora tvisvar þá fer ég til Leeds en ef ég skora þrennu þá verð ég áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. „Daginn eftir var leikurinn og ég skoraði tvisvar. Ég átti líka þátt í þriðja markinu og til að byrja með var það skráð sjálfsmark. Svo tvö mörk. Allt í lagi þá er það bara Leeds,“ sagði Gakpo. „Ég var ánægður með ákvörðun mína en svo gáfu þeir mér markið eftir leikinn. Ég skoraði því þrennu og örlögin breyttust. Ég ákvað að vera áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. Gakpo var kominn með níu mörk og tólf stoðsendingar tímabilinu 2022-23 þegar Liverpool keypti hann á 42 milljónir ounda í janúar. Mánuði fyrri hafði hann skoraði þrjú mörk fyrir hollenska landsliðið á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Hollendingurinn Cody Gakpo er að eiga mjög gott tímabil með Liverpool en hann skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Eins og margir vita þá er Cody Gakpo mjög trúaður maður og hann hefur sagt frá samskiptum sínum við prest þegar hann var enn leikmaður hollenska félagsins PSV Eindhoven. Cody Gakpo er nú kominn með fjórtán mörk og fimm stoðsendingum með Liverpool á leiktíðinni. Frá 1. desember hefur hann skorað sjö mörk í tíu deildarleikjum. Framundan er leikur á móti hans gamla félagi PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld. Gakpo bað Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, um að fá að spila þennan leik en Slot hvílir marga leikmenn í leiknum þar sem að Liverpool er öruggt áfram. Fyrir leikinn rifjaði Cody Gakpo upp samtal sitt við hollenska prestinn. „Ég er trúaður maður. Einn dag hitti ég prestinn minn í gömlu kirkjunni minni í Hollandi en með honum var annar prestur sem var vinur hans. Hinn presturinn sagði við mig að guð hefði sagt honum að ég myndi fara til Liverpool. Ég hló bara að þessu og svaraði. Já, gott mál, við sjáum til,“ sagði Cody Gakpo. „Það var þegar smá áhugi frá Manchester United en svo ákvað United að kaupa Antony sumarið 2022,“ sagði Gakpo. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Á þeim tímapunkti gat ég farið til Leeds, Southampton eða verið áfram hjá PSV. Ég lagðist á bæn og bað guð um leiðsögn. Ég sagði ef ég skora einu sinni þá fer ég til Southampton, ef ég skora tvisvar þá fer ég til Leeds en ef ég skora þrennu þá verð ég áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. „Daginn eftir var leikurinn og ég skoraði tvisvar. Ég átti líka þátt í þriðja markinu og til að byrja með var það skráð sjálfsmark. Svo tvö mörk. Allt í lagi þá er það bara Leeds,“ sagði Gakpo. „Ég var ánægður með ákvörðun mína en svo gáfu þeir mér markið eftir leikinn. Ég skoraði því þrennu og örlögin breyttust. Ég ákvað að vera áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. Gakpo var kominn með níu mörk og tólf stoðsendingar tímabilinu 2022-23 þegar Liverpool keypti hann á 42 milljónir ounda í janúar. Mánuði fyrri hafði hann skoraði þrjú mörk fyrir hollenska landsliðið á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira