Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2025 07:31 Samvinna og framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Á undanförnu ári hefur verið unnið ötullega að framþróun í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Starfið einkennist af metnaði, samstöðu og þverfaglegri nálgun þar sem fjölbreytt teymi fagfólks vinnur saman að því að bæta þjónustu við íbúa bæjarins á öllum aldri. Betri þjónusta fyrir eldri borgara Sérstakt markmið hefur verið að efla þjónustu við eldri borgara. Með mögulegri tilkomu verkefnisins Gott að eldast á nýju ári er stefnt að samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu undir einni heildstæðri þjónustueiningu við hjúkrunarheimilið Ás. Þessi nálgun lofar góðu og mun skila betri þjónustu og auknu öryggi fyrir eldri borgara. Á sama tíma hafa akstursreglur fyrir eldri borgara verið uppfærðar og stefnumótun í málefnum þeirra hefur verið styrkt með öflugra öldungaráði. Verkefnið Bjartur lífstíll vinnur að því að kortleggja heilsueflandi úrræði og tómstundastarf fyrir fólk 60 ára og eldri, sem stuðlar að betri lífsgæðum og virkni. Stuðningsþjónusta fyrir alla aldurshópa Stuðningsþjónustan í Hveragerði er mikilvægur þáttur í velferðarkerfinu og hefur það að markmiði að styðja fólk með fjölbreyttar þarfir. Hvort sem um er að ræða veikindi, fötlun, fjölskylduaðstæður eða aldur, þá er þjónustan ætluð þeim sem vilja búa heima eins lengi og mögulegt er. Með verkefninu Gott að eldast verður þessi þjónusta endurskipulögð og bætt enn frekar. Félagsráðgjöf og mannúð í fyrirrúmi Félagsráðgjöf í Hveragerði hefur tekið stakkaskiptum með uppfærðum reglum og skilvirkari vinnubrögðum. Félagsráðgjafar veita aðstoð og stuðning við fjölbreytt úrlausnarefni eins og atvinnuleysi, húsnæðisvanda, fjárhagsörðugleika og fjölskyldumál. Rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð eru einnig stórt skref í átt að skilvirkari þjónustu. Barnavernd – velferð barna í forgrunni Barnaverndarþjónustan hefur sýnt styrk sinn í krefjandi aðstæðum. Með auknum mannafla og innleiðingu nýs rafræns þjónustukerfis hefur yfirsýn og meðferð mála batnað til muna. Farsældarlögin hafa einnig lagt grunn að betri samhæfingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bætt þjónusta við fatlað fólk Í málefnum fatlaðs fólks hefur sömuleiðis orðið veruleg framþróun. Reglur um akstur hafa verið uppfærðar, notendaráð stofnað og áhersla lögð á markvissa skráningu og eftirfylgni með málum. Innleiðing gagnvirkra kerfa eins og CareOn mun veita betri yfirsýn og tryggja betri þjónustu. Umsóknir um þjónustu eru nú aðgengilegar á íbúagátt, sem eykur skilvirkni og gagnsæi. Stefnumál Okkar Hveragerðis verða að veruleika Framfarirnar sem hafa átt sér stað í velferðarþjónustu Hveragerðis eru ekki tilviljun. Þær eru afrakstur skýrrar stefnumótunar og forgangsröðunar í málefnum sem skipta mestu máli. Samningur meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar endurspeglar vel áherslur Okkar að efla þennan mikilvæga málaflokk og tryggja að þjónustan væri í takt við þarfir íbúa bæjarins og að bærinn væri að veita lögbundna þjónustu, þar sem velferð, virðing og mannúð væru í fyrirrúmi. Nú er það loksins orðið að veruleika. Hveragerði í blóma Með skýrri sýn og öflugri forystu hefur Okkar Hveragerði sýnt að það er hægt að breyta orðum í athafnir og stefnumálum í raunverulegar lausnir sem bæta lífsgæði allra íbúa. Með áframhaldandi framþróun er björt framtíð fram undan fyrir alla íbúa bæjarins. Saman byggjum við sterkara samfélag! Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður Velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar og oddviti Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samvinna og framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Á undanförnu ári hefur verið unnið ötullega að framþróun í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Starfið einkennist af metnaði, samstöðu og þverfaglegri nálgun þar sem fjölbreytt teymi fagfólks vinnur saman að því að bæta þjónustu við íbúa bæjarins á öllum aldri. Betri þjónusta fyrir eldri borgara Sérstakt markmið hefur verið að efla þjónustu við eldri borgara. Með mögulegri tilkomu verkefnisins Gott að eldast á nýju ári er stefnt að samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu undir einni heildstæðri þjónustueiningu við hjúkrunarheimilið Ás. Þessi nálgun lofar góðu og mun skila betri þjónustu og auknu öryggi fyrir eldri borgara. Á sama tíma hafa akstursreglur fyrir eldri borgara verið uppfærðar og stefnumótun í málefnum þeirra hefur verið styrkt með öflugra öldungaráði. Verkefnið Bjartur lífstíll vinnur að því að kortleggja heilsueflandi úrræði og tómstundastarf fyrir fólk 60 ára og eldri, sem stuðlar að betri lífsgæðum og virkni. Stuðningsþjónusta fyrir alla aldurshópa Stuðningsþjónustan í Hveragerði er mikilvægur þáttur í velferðarkerfinu og hefur það að markmiði að styðja fólk með fjölbreyttar þarfir. Hvort sem um er að ræða veikindi, fötlun, fjölskylduaðstæður eða aldur, þá er þjónustan ætluð þeim sem vilja búa heima eins lengi og mögulegt er. Með verkefninu Gott að eldast verður þessi þjónusta endurskipulögð og bætt enn frekar. Félagsráðgjöf og mannúð í fyrirrúmi Félagsráðgjöf í Hveragerði hefur tekið stakkaskiptum með uppfærðum reglum og skilvirkari vinnubrögðum. Félagsráðgjafar veita aðstoð og stuðning við fjölbreytt úrlausnarefni eins og atvinnuleysi, húsnæðisvanda, fjárhagsörðugleika og fjölskyldumál. Rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð eru einnig stórt skref í átt að skilvirkari þjónustu. Barnavernd – velferð barna í forgrunni Barnaverndarþjónustan hefur sýnt styrk sinn í krefjandi aðstæðum. Með auknum mannafla og innleiðingu nýs rafræns þjónustukerfis hefur yfirsýn og meðferð mála batnað til muna. Farsældarlögin hafa einnig lagt grunn að betri samhæfingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bætt þjónusta við fatlað fólk Í málefnum fatlaðs fólks hefur sömuleiðis orðið veruleg framþróun. Reglur um akstur hafa verið uppfærðar, notendaráð stofnað og áhersla lögð á markvissa skráningu og eftirfylgni með málum. Innleiðing gagnvirkra kerfa eins og CareOn mun veita betri yfirsýn og tryggja betri þjónustu. Umsóknir um þjónustu eru nú aðgengilegar á íbúagátt, sem eykur skilvirkni og gagnsæi. Stefnumál Okkar Hveragerðis verða að veruleika Framfarirnar sem hafa átt sér stað í velferðarþjónustu Hveragerðis eru ekki tilviljun. Þær eru afrakstur skýrrar stefnumótunar og forgangsröðunar í málefnum sem skipta mestu máli. Samningur meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar endurspeglar vel áherslur Okkar að efla þennan mikilvæga málaflokk og tryggja að þjónustan væri í takt við þarfir íbúa bæjarins og að bærinn væri að veita lögbundna þjónustu, þar sem velferð, virðing og mannúð væru í fyrirrúmi. Nú er það loksins orðið að veruleika. Hveragerði í blóma Með skýrri sýn og öflugri forystu hefur Okkar Hveragerði sýnt að það er hægt að breyta orðum í athafnir og stefnumálum í raunverulegar lausnir sem bæta lífsgæði allra íbúa. Með áframhaldandi framþróun er björt framtíð fram undan fyrir alla íbúa bæjarins. Saman byggjum við sterkara samfélag! Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður Velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar og oddviti Okkar Hveragerðis
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun