Í umfjöllun um fundinn á vef Háskóla Íslands segir að vísbendingar séu um að ákveðnir hópar í samfélaginu neyti í auknu mæli fæðutegunda sem innihalda mikið prótein, til dæmis kjötmetis, á kostnað grænmetis, ávaxta og trefja/kornmetis, sem sé ekki í samræmi við næringarviðmið embættis landlæknis.
Fjallað verði um mögulegar ástæður sem liggja að baki breyttra fæðuvenja hér á landi og hvað rannsóknir segja um ágæti „próteinbyltingarinnar“ hvað varðar heilsufar til lengri tíma.
Umsjón og ritstjórn með þessum fyrsta fundi í fundaröðinni hafa Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Thor Aspelund. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan:
Dagskrá fundarins:
- Fundarstjóri: Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
- Jóhanna Eyrún Torfadóttir, lektor í lýðheilsuvísindum – Er þróun mataræðis Íslandi á skjön við alþjóðlegar næringarráðleggingar?
- Steina Gunnarsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum – Hver eru áhrif gjörunninna kjötvara á heilsu og kolefnisfótspor Íslendinga?
- Kristján Þór Gunnarsson, læknir - Þurfa skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins einstaklingsmiðaða mataræðisráðgjöf?
- Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðingur í nýrnalækningum – Hvaða áhrif hefur próteinneysla á einstaklinga með skerta nýrnastarfsemi?
- Geir Gunnar Markússon – næringarráðleggingar fyrir lífstíð, mataræði án öfga
- Thor Aspelund – Hvaða áhrif hafa öfgar í neyslu kjöts og annarrar próteinríkrar fæðu á heilsufar?