Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 18:04 Hermenn frá Austur-Kongó fóru yfir landamærin til Rúanda í dag og gáfust upp. Herinn hefur átt í miklum átökum við uppreisnarmenn M23, sem njóta stuðnings yfirvalda í Rúanda. EPA/MOISE NIYONZIMA Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira