Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 18:04 Hermenn frá Austur-Kongó fóru yfir landamærin til Rúanda í dag og gáfust upp. Herinn hefur átt í miklum átökum við uppreisnarmenn M23, sem njóta stuðnings yfirvalda í Rúanda. EPA/MOISE NIYONZIMA Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira